Bókin sem skilar þér á réttan stað

Jón G. Hauksson, Guðrún Högnadóttir og Sigurður Ragnarsson.
Jón G. Hauksson, Guðrún Högnadóttir og Sigurður Ragnarsson.

Bókin 7 venjur til árangurs eftir Stephen R. Covey kom út á dögunum í íslenskri þýðingu sem er ritstýrt af Guðrúnu Högnadóttur. Bókin á 25 ára afmæli um þessar mundir en hún hefur áður komið út á íslensku og þá í þýðingu Róberts Haraldssonar. Íslendingar halda ekki vatni yfir þessari bók og segja hana nýtast vel bæði í leik og starfi. Í tilefni af útkomu bókarinnar var boðið í teiti í Eymundsson. 

„Einföld og hagnýt yfirferð á lykilatriðum til árangurs. Ég hef stuðst við efni bókarinnar í lífi og starfi frá fyrsta degi eftir að hafa lesið hana, gríp oft til hennar fyrir innblástur og mæli með henni í hvívetna við hvern þann sem vill hafa áhrif og skara fram úr.“

— SALÓME GUÐMUNDSDÓTTIR, framkvæmdastjóri Icelandic Startups

„Rétt eins og Newton færði okkur aukinn skilning á þyngdarlögmálinu hefur Covey fært okkur skilning á þeim lögmálum sem liggja að baki árangri í lífi og starfi. Flóknara er það ekki.“

— KRISTINN T. GUNNARSSON, ráðgjafi og meðeigandi Expectus

„Bókin um Venjurnar 7 er ein mest selda viðskiptabók allra tíma og ein áhrifamesta bók sem notuð hefur verið í leiðtogaþjálfun um allan heim. Hún fjallar um miklu meira en bara viðskipti og þjálfun leiðtoga. Hún fjallar um bestun í persónulegri hegðun til að hámarka árangur í hverju því sem menn takast á hendur, hvort heldur er í vinnu eða einkalífi. Það geta allir látið sig dreyma en bókin hjálpar fólki til að gera drauma að veruleika með því að setja sér metnaðarfull markmið og ná þeim með skipulögðum hætti. Þessi bók ætti að vera skyldulesning í öllum framhaldsskólum á Íslandi.“

— HREGGVIÐUR JÓNSSON, aðaleigandi og stjórnarformaður Veritas Capital, stjórnarformaður Festi

„Það eru stórar lexíur í þessari bók. Öflug verkfæri sem geta flutt fjöll úr stað. Í mínu tilfelli kenndi þessi bók mér að spyrja: Hvað er mér raunverulega mikilvægt? Og hvað er bara áríðandi?”

— BENEDIKT ERLINGSSON, leikstjóri og kvikmyndaframleiðandi

Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Auður Ína Björnsdóttir, Halla Tómasdóttir og Guðrún …
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, Auður Ína Björnsdóttir, Halla Tómasdóttir og Guðrún Högnadóttir.
Guðrún Högnadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Ásta Júlía Arnardóttir.
Guðrún Högnadóttir, Ragnheiður Jónsdóttir og Ásta Júlía Arnardóttir.
Katarína Sif Kjartansdóttir, Jensína Böðvarsdóttir, Sigrún Ragna og Nína Sanders.
Katarína Sif Kjartansdóttir, Jensína Böðvarsdóttir, Sigrún Ragna og Nína Sanders.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál