Þú hefur 12 mínútur til þess að slá í gegn á fyrsta stefnumóti

Það eru allir svolítið stressaðir á fyrsta stefnumóti og við …
Það eru allir svolítið stressaðir á fyrsta stefnumóti og við erum oft of fljót að dæma. mbl.is/AFP

Langar þig að slá í gegn á fyrsta stefnumóti? Þú hefur aðeins 12 mínútur til þess, samkvæmt nýrri könnun.

Samkvæmt könnuninni tekur það aðeins nokkrar mínútur fyrir okkur að ákveða hvort við séum spennt fyrir einhverjum eða ekki.

Einstaklingar eru samstundis dæmdir af brosinu,  augnaráðinu, það er að segja hvort þeir horfðu í augun á þeim sem þeir eru á stefnumóti með, og 25 prósent tóku fyrst eftir tóninum í röddinni.

Sex af hverjum tíu fannst svitalykt vera mest fráhrindandi, og á eftir kom andremma.

Fjórum af hverjum tíu einstaklingum fannst það vera mest fráhrindandi ef einstaklingurinn sem þeir voru á stefnumóti með væri að blóta mikið – og svo virðist sem við byrjum að dæma fólk áður en við hittum það augliti til auglitis.

Samkvæmt heimildum Daily Mail viðurkenndu 20 einhleypir einstaklingar að þeir njósnuðu um þann sem þeir voru á leið á stefnumót með í gegnum samfélagsmiðla, Facebook og Twitter.

Einn af hverjum fjórum sagðist einnig gera róttækar breytingar á framkomu sinni til þess að ganga í augun á mögulegum maka, með því að fá sér nýja klippingu, nýtt ilmvatn, eða fara í naglasnyrtingu, sem var í fyrsta sæti yfir þær breytingar sem konur gerðu fyrir fyrsta stefnumót.

Einn af hverjum 20 karlmönnum gætti þess að vera með flotta og karlmannlega skeggbrodda á fyrsta stefnumóti.

Einnig leiddu niðurstöðurnar í ljós að ein af hverjum sextán konum fór í megrun fyrir stefnumótið, á móti einum af hverjum 20 karlmönnum.

Karlmenn voru líklegri til þess að fara á annað stefnumót eftir misheppnað fyrsta stefnumót, samkvæmt könnuninni.

„Það eru litlu hlutirnir sem skipta mestu máli þegar kemur að því að heilla einhvern. Til dæmis er það að snyrta sig og lykta vel merki um sjálfsvirðingu og tillitssemi við aðra. Það er einnig gott að klæðast fötum sem eru  flott og þægileg, á fyrsta stefnumóti, af því að þér líður betur þannig,“ sagði sálfræðingurinn Donna Dawson.

Fjölmiðlafulltrúi AXA, sem hélt úti könnuninni bætti við: „Þetta fyrsta skref í sambandi getur verið taugatrekkjandi en það er nauðsynlegt skref. Þú verður að hugsa um þessi litlu atriði sem skipta miklu máli á fyrsta stefnumóti þar sem það er greinilegt að við erum fljót að dæma.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál