90 prósent kvenna nota ekki öll fötin sem þær pakka niður

Hver kannast ekki við þetta vanamál?
Hver kannast ekki við þetta vanamál? mbl.is/AFP

Með hækkandi sól fara menn að skipuleggja sumarið og sumarfríið, en margar konur eru nú eflaust þegar byrjaðar að kaupa fatnað sem hentar vel fyrir ferðalagið.

Hins vegar er það þannig að 90 prósent kvenna viðurkenndu að nota aldrei öll fötin sem þær troða í ferðatöskurnar fyrir fríið.

Konur eyða miklu meiri tíma í að pakka í töskur en karlmenn og þær eru mun líklegri til þess að vera með of þungar töskur – en raunin er að þær eru líklegar til þess að nota aðeins helminginn af fötunum sem þær fara með í ferðalagið.

Karlmenn hins vegar nota allavega 90 prósent af þeim flíkum sem þeir pakka niður í töskur fyrir ferðalagið.

Meðalkonan tekur með sér allt að átta skópör fyrir vikulangt frí og meirihluti fólks treður aukaflíkum í ferðatöskuna rétt áður en lagt er af stað á flugvöllinn.

Konur virðast vera þær sem oftast eru með yfirvigt, en 53 prósent aðspurðra kvenna sögðu að þær hefðu farið fram yfir leyfðan kílóafjölda síðustu fimm ár.

Meira en þrír fjórðu, eða 77 prósent karlmanna, sögðu að maki þeirra hefði notað þeirra ferðatösku til þess að koma fyrir fleiri flíkum af sér.

Næstum tveir þriðju viðurkenndu að sú athöfn að pakka í ferðatöskur hefði skapað rifrildi fyrir ferðina. Að pakka niður ónauðsynjum var helsta ágreiningsefnið.

Samkvæmt heimildum Daily Mail koma niðurstöðurnar á óvart vegna þess að konurnar eru þaulvanar því að pakka í töskur fyrir sig og maka sína, en 42 prósent karlanna sögðu að maki þeirra sæi um lokahnykkinn á pökkuninni, til að sjá til þess að ekkert gleymdist.

Konurnar sögðu að það væri of mikið álag að láta makann sjá um pökkunina og aðeins fimm prósent sögðust til í að láta makann sjá um að pakka niður.

Flestir einhleypir karlmenn setja ekki í töskur fyrr en kvöldið fyrir brottför, og aðeins 27 prósent sögðust pakka niður þremur dögum fyrir brottför.

Konurnar voru miklu skipulagðari; 47 prósent einhleypra kvenna sögðust byrja að pakka allavega þremur dögum fyrir brottför.

Hin almenni breski karlmaður tekur með sér 18 flíkur fyrir vikuferðalag á meðan konur taka 36 flíkur að meðaltali fyrir sjö daga.

„Flugfélög eru alltaf að minnka kílóafjöldann sem má fara með án þess að borga aukalega. Þar af leiðandi er mikilvægt að ferðalangar læri að pakka sem minnst í töskurnar til að spara peninga og minnka álagið,“ sagði fjölmiðlafulltrúi Holiday Hypermarked, sem gerði könnunina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál