Venjur hamingjusamra para

Ljósmynd/Pixabay

Hvað þarf til að vera í góðu sambandi? Gott samband kemur ekki af sjálfu sér og ekki er hægt að dansa tangó einn síns liðs svo að mikilvægt er að báðir aðilar taki virkan þátt í sambandinu svo að það gangi upp. 

Hamingjusöm pör eiga allnokkra eiginleika sameiginlega eða venjur sem gerir það að verkum að sambandið gengur vel. Hér eru nefndar nokkrar þeirra venja sem halda sambandinu góðu. 

1. Farið að sofa á sama tíma. Mannstu hvernig það var í byrjun sambandsins þegar þið gátuð ekki beðið eftir því að fara upp í rúm saman í lok dags til að sofa saman eða kúra í faðmi hvors annars og sofna? Hamingjusöm pör reyna að fara upp í rúm á sama tíma á kvöldin jafnvel þó að þau þurfi að vakna á mismunandi tímum. 

2. Þróið með ykkur sameiginleg áhugamál. Ef ástríðan virðist hafa minnkað í sambandinu er algengt að fólk átti sig á því að það á engin sameiginleg áhugamál með makanum. Reynið að finna eitthvað sem ykkur finnst bæði skemmtilegt að gera. Ef þið áttuð ekki sameiginlegt áhugamál til að byrja með er alltaf hægt að finna eitthvað sem ykkur báðum líkar. Vertu viss um að halda þínum eigin áhugamálum einnig við en það mun vekja meiri áhuga makans á þér og fyrirbyggja að þú verðir of háð makanum. 

3. Gangið hlið við hlið og leiðist. Í stað þess að annar aðilinn gangi fyrir framan eða aftan hinn er betra að ganga hlið við hlið og leiðast. Það skapar traust og tengsl og það sýnir makanum að það sé honum mikilvægara með hverjum hann er heldur en hvar hann er eða hvert hann er að fara.

4. Gerðu það að vana að treysta og fyrirgefa. Ef þið lendið í ósætti og náið ekki að leysa málin er betra að fyrirgefa makanum og treysta honum heldur en að vera í fýlu eða hunsa makann. Treystu honum og reynið að finna einhverja lausn. Gremja mun bara verða til þess að eyðileggja sambandið. 

5. Einbeittu þér að því sem makinn gerir rétt frekar en það sem hann gerir rangt. Ef þú leitar stöðugt að því sem maki þinn gerir vitlaust muntu eiga erfiðara með að sjá góðu hliðarnar hans. Það er alltaf hægt að finna eitthvað slæmt um makann en þú getur líka alltaf fundið eitthvað gott við hann. Mundu að enginn er fullkominn. Leitaðu að því jákvæða frekar en því neikvæða.

6. Faðmist um leið og þið hittist eftir vinnu. Snerting skapar meiri tengls og kemur þér í betra skap eftir langan vinnudag. Ánægð pör hlakka til að hitta hvort annað eftir vinnu og sýna hvort öðru ást þegar þau hittast á ný.

7. Segist elska hvort annað og óskið hvort öðru að eiga góðan dag á hverjum einasta morgni. Eftir að þið segist elska hvort annað eða óskið hvort öðru að eiga góðan dag hafið þið líklega meiri þolinmæði gagnvart því sem þið þurfið að kljást við yfir daginn eins og umferðarteppu, leiðinlegum degi í vinnunni, löngum röðum eða öðru.

8. Bjóðið alltaf góða nótt áður en þið farið að sofa. Ef þú býður makanum góða nótt segir það honum að þú viljir vera í sambandinu þrátt fyrir að þið hafið kannski verið ósátt yfir daginn og segir honum einnig að ástarsamband ykkar er mikilvægara en smávægileg rifrildi.

9. Athugaðu stöðuna á makanum á hverjum degi. Hringdu í makann, hvort sem hann er í vinnunni eða heima, til þess að athuga hvernig honum líður eða hvernig hann hefur það. Þetta er góð aðferð til að samræma væntingar ykkar beggja um það sem þið ætlið að gera eftir vinnu eða þegar þið hittist aftur svo að enginn misskilningur komi upp.

10. Vertu stolt/ur af því að sjást með makanum þínum. Hamingjusöm pör vilja láta sjá sig með makanum og eru stolt af því að sjást með honum. Þau snerta hvort annað mikið þegar þau ganga hlið við hlið, hvort sem það er að leiðast eða hafa höndina á makanum. Þau eru ekki að sýnast heldur eru þau að sýna hvort öðru að þau eigi vel saman og sýna hvort öðru ást.

Heimild: vefsíða Psychology Today. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál