Rakst á Jolie eftir að hafa kallað hana „hæfileikalausa“

Gæti þetta verið vandræðalegasta augnablik í lífi Amy Pascal? Myndin …
Gæti þetta verið vandræðalegasta augnablik í lífi Amy Pascal? Myndin birtist á MailOnline. Ljósmynd/ skjáskot af dailymail.co.uk

Leikkonan Angelina Jolie lenti í vægast sagt vandræðalegu atviki fyrr í vikunni en atvikið var ekki síður vandræðalegt fyrir Amy Pascal, aðstoðarforstjóra Sony Pictures Entertainment.

Atvikið átti sér stað aðeins tveimur dögum eftir að skilaboð Pascal til framleiðandans Scott Rudin var lekið á netið. Í skilaboðunum, sem var stolið þegar brotist var inn í tölvukerfi Sony, segir Pascal að Jolie sé hæfileikalaus og dekurrófa. Þær Jolie og Pascal rákust svo á hvor aðra á miðvikudaginn í hádegisverðarhlaðborði hjá Hollywood Reporter og ljósmyndarar mynduðu þær auðvitað í bak og fyrir. Jolie virtist bálreið.

Pascal kom mjög illa út úr Sony-lekanum enda komust skilaboð á yfirborðið þar sem hún talar illa um starfsfólk sitt. Einnig var skilaboðum lekið þar sem hún lætur rasísk ummæli falla í garð Barack Obama. Talið er að yfirmenn Sony íhugi nú að reka hana í kjölfar þessa leka.

Pascal hefur þó sent frá sér afsökunarbeiðni, hún viðurkennir að hafa sagt óviðunandi hluti í samskiptum sínum við Rudin og fleiri. Sú afsökunarbeiðni gerði þennan óvænta fund hennar og Jolie samt ekkert minna vandræðalegan. 

5 Sony kvikmyndum lekið í netárás

Amy Pascal, aðstoðarforstjóri Sony Pictures Entertainment.
Amy Pascal, aðstoðarforstjóri Sony Pictures Entertainment. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál