15 erótískar bækur sem þú verður að lesa

Metsöluhöfundurinn Alessandra Torre tók saman könnun þar sem hún spurði lesendur sína út í lestur á erótískum bókmenntum. 800 konur tóku þátt og niðurstaðan var sú að 95% lesenda segja lestur á erótískum bókum auka jákvæða upplifun þeirra af kynlífi og gera þær sterkari sem kynverur.

Af þessu tilefni tók The Nerve saman lista af 15 bestu erótísku bókum sem út hafa verið gefnar, allt frá splunkunýjum bókum yfir í gamla klassík. Listinn er ekki í neinni sérstakri röð. 

BAD BEHAVIOR (Smásögur)
Höfundur: Mary Gaitskill

Níu sögur sem lýsa dekkri hliðum mannlífsins. Sögurnar fjalla flestar um jaðarhópa í þjóðfélaginu sem stimpla sig rækilega út úr norminu. Myndin Secretary, er byggð á samnefndri sögu í þessari bók svo það ætti að gefa mörgum hugmyndir um innihaldið. Lýsingarnar eru margar hverjar einstaklega nákvæmar svo þér finnst þú hreinlega vera komin á staðinn.

SEX LOVE REPEAT (Skáldsaga)
Höfundur: Alessandra Torre

Fjölástir e. polyamory er tískuorð í dag og þó slíkt höfði kannski ekki til allra þá voru 85% kvennanna sem tóku þátt í könnuninni sammála um að fantasíur tengdar hópsexi kveiki í þeim. Ef þú ert eins og 85% af þessum 800 sem tóku þátt þá ætti Sex Love Repeat að gera eitthvað fyrir þig.

LES LIAISONS DANGEREUSES (Skáldsaga)
Höfundur: Pierre Choderlos De Laclos

Hættuleg kynni eða Les Liaisons Dangereuses er ein frægasta skáldsaga heims. Bókin sem kom út árið 1782, segir frá fyrrum elskendum sem gera hvað þau geta til að tæla hvort annað, og aðra, og klekkja á hvort öðru á sama tíma. Margir muna eftir samnefndri mynd, Dangerous Liaisons (1988) með Glenn Close og John Malcowitch.

TROPIC OF CANCER (Skáldsaga)
Höfundur: Henry Miller

Þessi bók Henry Miller þótti svo gróf að bandarísk yfirvöld sáu ástæðu til að banna hana og segja má að bókin hafi grætt svakalega á því. Vilja ekki allir skoða það sem er bannað að sjá? Bókin lýsir upplifunum Millers af ferðalagi til Parísarborgar upp úr 1920 en lýsingarnar eru meira raunsæjar en erótískir órar. Og þó svo að sveltandi lystamenn komi þér ekkert sérlega til þá ætti bókin að vera skyldulestur fyrir þær sem vilja státa af góðri þekkingu á erótískum bókmenntum.

THE SEXUAL LIFE OF CATHERINE M. (Endurminningar)
Höfundur: Catherine Millet

Chatherine Millet rifjar upp vægast sagt framandi kynlífsreynslu sínar frá unglingsárum og upp úr. Raunverulegar lýsingar af miklu nautnalífi þar sem Catherine lifir kynlífi með mörgum í einu, allskonar fólki við fjölbreyttar aðstæður en um leið rannsakar hún eigið sálarlíf. Margir vilja meina að þessi sé besta erótíska bók sem skrifuð hefur verið.

BEST EROTICA 2014 (Smásögur)
Ritstýrt af Violet Blue, Kathleen Warnock og Larry Duplechan.

Best Erotica er sett upp í þremur hlutum: Homma, lesbíu og svo er sérstakur hluti fyrir konur. Þú þarft ekkert að bíða og lesa fyrstu 100 blaðsíðurnar áður en eitthvað fer að gerast, það fer hreinlega allt á fleygiferð frá fyrstu síðu. Sögurnar eru fjölbreyttar svo allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi. Sumar fá þig til að bíta í vörina og aðrar skelfa þig. Þetta er hlaðborð.

BEAUTIFUL BASTARD (Skáldsaga)
Höfundur: Christina Lauren

Hér erum við með seríu en í fyrstu bókinni stundar parið sáttakynlíf í hverjum einasta kafla. Það er að segja kröftugt kynlíf beint eftir rifrildi. Virkar vel fyrir marga. Losar um pirring.

THE MIGHTY QUINNS (Skáldsaga)
Höfundur: Nafnlausir höfundar

Rauðu ástarsögurnar en bara aðeins rauðari en vanalega. Það eru færir höfundar sem skrifa þessar bækur og gera það vel, karakterarnir eru vel skrifaðir og atvikin. Já atvikin? Mmm...

THE EX GAMES (Stutt skáldsaga)
Höfundar: J.S. COOPER, HELEN COOPER

Formúlan er skotheld svo til hvers að breyta henni? Ung kona kynnist dularfullum milljarðamæringi og fjandinn er laus. Hér erum við með þrjár bækur sem tróna á toppi New York Times metsölulistans og aðal umkvörtunarefni lesenda er að hver bók sé ekki nægilega löng. Segir það ekki allt sem segja þarf?

VOX (Skáldsaga)
Höfundur: Nicholson Baker

Nicholson Baker er ekki þessi dæmigerði dónasöguhöfundur sem maður ímyndar sér heldur er hann geysilega fær rithöfundur sem einfaldlega velur sér að skrifa erótískar sögur. Vox hefur einfaldan söguþráð. Þetta er dónalegt símtal milli manns og konu. Það þarf virkilega færan rithöfund til að halda spennu í slíkri frásögn út heila bók.

DELTA OF VENUS eða Unaðsreitur (Smásögur)
Höfundur: Anais Nin

Anais Nin var fransk-bandarískt sagnaskáld. Ímyndunarafl hennar fær lausan tauminn í Delta of Venus en þar fara saman fáguð óþekkt og fallegar lýsingar. Anais Nin er fyrsta konan sem hætti sér út í að semja erótískar skáldsögur og gefa þær út undir nafni.

STORY OF O (Skáldsaga)
Höfundur: Pauline Réage

Sagan af O er ein þekktasta BDSM saga sem skrifuð hefur verið en í henni fer höfundurinn með okkur langt inn í dýpstu sálarfylgsni sín. Hún er masókisti sem kann vel að meta flengingar, hnúta, fjaðurgrímur og dramatískar bindingar en eftir sögunni hafa verið gerðar nokkrar kvikmyndir.

ENDLESS LOVE (Skáldsaga)
Höfundur: Scott Spencer

Þessi ástarsaga lýsir með frábærum hætti ákafanum og æsingnum sem fylgir því að verða ástfanginn í fyrsta sinn á ævinni. Hún mun hjálpa þér að rifja upp fyrstu ástina þína þar sem allt var á hverfanda hveli og lítið þurfti til að framkalla sterka jarðskjálfta.

A GIRL WALKS INTO A BAR (Skáldsaga)
Höfundur: HELENA S. PAIGE

Þessi saga er ólík mörgum því lesendur fá sjálfir að velja sér endi. Hún hefur fengið misjafna dóma en er áhugaverð því það eru ekki margar bækur sem hleypa lesendum að með þessum hætti.

LADY CHATTERLEY'S LOVER (Skáldsaga)
Höfundur: D. H. LAWRENCE

Önnur heimsfræg erótísk klassík. Eiginmaður lafði Chatterley kemur heim úr stríðinu, lamaður fyrir neðan mitti og hún heldur áfram ástarsambandi sínu við veiðivörðinn.
Þar sem flestar af þeim 800 konum sem tóku þátt í könnun Torre kemur ekki á óvart að Elskhugi lafði Chatterley er enn að gera góða hluti fyrir fantasíuna.

Munið að margar af þessum bókum eru hluti af bókaröðum sem er frábært því margar aðspurðra segjast lesa að minnsta kosti eina erótíska bók í mánuði. Þetta hefur jafnframt aukist mikið eftir að rafbækur og kyndlar komu til sögunnar því þá þarf enginn að sjá hvað þið eruð að taka inn, - lúmsku læður.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál