Verður fólk viðkunnanlegri eftir fegrunaraðgerð?

Ætli fólki líki betur við Donatellu Versace eftir að hún …
Ætli fólki líki betur við Donatellu Versace eftir að hún lét breyta sér? Samsett mynd/ vogue.com/AFP

Fólk dæmir aðra gjarnan eftir útliti, það er skrýtin staðreynd en sönn. En hversu mikil áhrif getur útlitið haft í raun og veru? Niðurstöður könnunar sem kynntar voru í læknatímaritinu JAMA Facial Plastic Surgery gáfu til kynna að fegrunaraðgerðir geta svo sannarlega haft mikil áhrif á hvernig fólk dæmir aðra við fyrstu kynni.

Rannsakendur við háskólann í Georgetown könnuðu málið. Þeir fengu 173 einstaklinga til að skoða ljósmyndir af 30 hvítum konum sem höfðu lagst undir hnífinn. Sumir þátttakendur fengu myndir af konunum áður en þær fóru í aðgerðina og aðrir þátttakendur skoðuðu myndir af konunum sem teknar voru eftir aðgerðina. Um niðurstöðurnar var fjallað á EurekAlert.org.

Konurnar höfðu farið í ýmsar aðgerðir, sumar fóru í andlitslyftingu, aðrar létu fjarlægja augnpoka eða stækka höku svo eitthvað sé nefnt, alltaf mátti sjá einhverja breytingu. Þátttakendur áttu svo að gefa konunum einkunn og giska á persónulega eiginleika þeirra.

Treysta frekar þeim sem hafa lagst undir hnífinn

Niðurstöðurnar eru frekar sjokkerandi. Myndirnar sem teknar voru af konunum eftir aðgerðina fengu að jafnaði mun betri einkunn en þær myndir sem teknar voru fyrir aðgerðina. Konurnar voru yfirleitt taldar fallegri, viðkunnuglegri, kvenlegri og meira aðlaðandi eftir að hafa farið í fegrunaraðgerð. Þátttakendur voru þá frekar tilbúnir til að treysta þeim konum sem höfðu látið breyta sér á einn eða annan hátt.

„Eðlisávísun okkar segir okkur að forðast þá sem líta út fyrir að vera vondir,“ segir rannsakandinn Michael J. Reilly. Hann telur að margar fegrunaraðgerðir gefi fólki glaðlegra útlit og þess vegna líki öðrum samstundis betur við það fólk sem hefur látið „laga“ sig. Vissulega er hópurinn sem rannsakaður var lítill og afmarkaður en niðurstöðurnar gefa samt ákveðna mynd af því hversu mikil áhrif útlit getur haft.

Margar konur láta stækka brjóst sín til að öðlast meira …
Margar konur láta stækka brjóst sín til að öðlast meira sjálfstraust. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál