Velur hann sjálfsfróun fram yfir kynlíf?

Vandamál í rúminu geta haft mikil áhrif á sambönd.
Vandamál í rúminu geta haft mikil áhrif á sambönd. mbl.is/AFP

 „Er hann að stunda sjálfsfróun frekar en að sofa hjá þér?“  þetta er spurning sem Frank Kobola reynir að svara í nýjasta pistli sínum en Kobola skrifar um sambönd og kynlíf á Cosmopolitan. Kobola byrjar á að líkja lönguninni í fullnægingu við löngunina í mat.

„Stundum þegar maður er svangur vill maður bara góða steik. Það tekur tíma að útbúa hana en það er þess virði. En stundum gefur maður bara skít í allt og fær sér lúku af þurru morgunkorni. Báðar máltíðirnar slá á hungrið en upplifunin er ólík,“ útskýrir Kobola.

Sjálfsfróun er eins og að borða þurrt morgunkorn og kynlíf er eins og að borða steik að mati Kobola. „Það er enginn að fara að segja mér að þurrt morgunkorn sé betra en steik.“

Fólk um allan heim hefur áhyggjur af sjálfsfróun maka síns

„Kærustur og kærastar, eiginkonur og eiginmenn um allan heim eru hafa áhyggjur af því að maki þeirra sé að stunda sjálfsfróun í staðin fyrir að stunda kynlíf með þeim.  Á netinu er hægt að finna ótal þræði á spjallborðum sem heita eitthvað á borð við: „hvað veldur því að karlmenn stunda sjálfsfróun í staðin fyrir að stunda kynlíf“ eða „af hverju er kærastinn minn að stunda sjálfsfróun þegar hann getur verið að sofa hjá mér?“. Af hverju erum við í samkeppni við hægri hönd maka okkar?“

Kobola bendir svo á þá heilsufarslega ávinninga sem sjálfsfróun hefur í för með sér.

„En af hverju stunda sumir karlmenn svona mikla sjálfsfróun? Samkvæmt kynlífsfræðingnum Ian Kerner eiga karlmenn auðveldara með að komast í „stuð“. Það er mjög auðvelt fyrir karlmenn að verða æstir og sjá um sig sjálfir,“ alhæfir Kobola.  „Þessar þrjár mínútur sem hann nýtir vel áður en hann fer í sturtu á morgnanna er líklegast sá tími sem þú villt ekki sofa hjá honum.“

Sjálfsfróun þarf ekki að draga úr gæðum kynlífsins

„Það er alveg eðlilegt að karlmaður stundi mikla sjálfsfróun og hafi áhuga á að stunda kynlíf reglulega. Pör sem stunda heilbrigt og jákvætt kynlíf ættu líka að hafa smá tíma fyrir sjálfsfróun án þess að það dragi úr gæðum ástarlífsins,“ segir Kerner.

Að lokum hughreystir Kobola lesendur með því að benda á að maki þeirra stundar líklegast sjálfsfróun til að ónáða ekki. „Hann er að stunda sjálfsfróun til að spara þér ómakið. Svo getur hann stunda kynlíf seinna og þá mun hann líklegast endast lengur.“

Fólk um allan heim hefur áhyggjur af því að maki …
Fólk um allan heim hefur áhyggjur af því að maki þeirra sé að stunda of mikla sjálfsfróun.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál