5 hlutir sem benda til þess að þú hafir verið ofvernduð í æsku

Wendy Mogel telur foreldra oft ofvernda börnin sín.
Wendy Mogel telur foreldra oft ofvernda börnin sín. Wikipedia

Það kannast eflaust flestir við foreldra sem ofvernda börnin sín, skipta sér af öllu sem þau gera og bjarga þeim úr klípu um leið og eitthvað bjátar á. Uppeldisaðferðin hefur stundum verið nefnd þyrluuppeldi (e. helicopter parenting) og hefur mikið verið í umræðunni undanfarið.

Margir vilja meina að þyrluuppeldi sé ekki ákjósanlegt, og geti jafnvel verið skaðlegt börnum þar sem þau læri ekki að standa á eigin fótum. Sálfræðingurinn og rithöfundurinn Wendy Mogel hefur sterkar skoðanir á uppeldisaðferðinni, en hér að neðan er að finna nokkrar vísbendingar sem benda til þess að þú hafir fengið slíkt uppeldi ásamt ráðleggingum sem þú getur nýtt þér til að öðlast meira sjálfstæði.

Pistillin birtist á Huffington Post.

Þú hringir í foreldra þína áður en þú tekur ákvörðun

Klipptu á naflastrenginn og leggðu frá þér símann. Nú er tækifærið á að læra af mistökunum í stað þess að treysta á foreldra þína. Hugleiddu hvað þig langar að upplifa og gera, í stað þess að taka leiðsögn mömmu og pabba, sem eru hugsanlega alveg jafn ráðvillt og þú.

Mamma þín og pabbi eru bestu vinir þínir

Eignastu nýja vini, í guðanna bænum. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var 2013 segjast tveir þriðju mæðra og allt að helmingur feðra vera í daglegu sambandi við fullorðin börn sín. Þetta getur latt fólk til að stofna til vinasambanda við fólk á eigin aldri.

Þér gremst fjárhagslegur stuðningur foreldra þinna

Stundum er það nefnilega svo að gjöfunum fylgja kvaðir. Spurðu þig hvort stuðningur foreldra þinn sé þess virði að fórna sjálfstæði þínu fyrir. Ef þú stólar þig á hjálp foreldra þinna með hluti sem þú átt að geta séð um sjálf/ur skaltu venja þig af því hið snarasta.

Hættu að nota foreldra þína sem afsökun fyrir því að þú sért ekki að vaxa, dafna og taka áhættur í lífinu.

Þú þjáist af stöðugri streitu

Þeir eru ofverndaðir í æsku upplifa það oft að þeir geti ómögulega spjarað sig án foreldra sinna, sem getur valdið mikilli streitu.  

Leitaðu þér aðstoðar sérfræðings, eða prófaðu hugleiðslu. Hugleiðsla kemur ró á hugsanir þínar og hjálpar þér að taka sjálfa/n þig í sátt.

Þú þjáist af fullkomnunaráráttu á háu stigi og ert með prófgráður á heilanum

Í þessu árferði er ekki vitlaust að vopna sig háskólagráðum af ýmsum toga. Þegar þessi árátta, sem hófst líklega þegar þú varst barn að aldri, er hinsvegar farin að stjórna lífi þínu og standa í vegi fyrir hamingju þinni þarft þú að hugsa þinn gang.

Prufaðu þess í stað að gera hluti sem þú hefur brennandi áhuga á, eða hluti sem þér þykja skemmtilegir. Jafnvel þótt þeir séu ekki endilega á 5 ára planinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál