Af hverju hata sumir „selfies“?

Selfie-stöng er notuð til að taka sjálfsmynd á snjallsíma eða …
Selfie-stöng er notuð til að taka sjálfsmynd á snjallsíma eða myndavél.

„Ég get talið á fingrum annarrar handar hversu margar sjálfsmyndir ég hef tekið. Það er ekki bara það að mér finnist „selfis“ hálf asnalegar, það er líka það að ég þoli ekki hvernig ég lít út á myndum,“ skrifar kona að nafni Shannan Rouss í pistil sinn sem birtist á Cosmopolitan. Rouss kveðst forðast myndavélar eins og heitan eldinn.

„Mér finnst ég ekkert óaðlaðandi. En á myndum, hræðilegt,“ útskýrir Rouss og lýsir því svo hversu illa hún lítur út á myndum. „Stundum óttast ég að ljósmyndir séu nákvæmari en raunveruleikinn,“ segir Rouss sem forðaðist meira að segja myndavélar á brúðkaupsdaginn sinn.

Okkur líkar vel við það sem við þekkjum

Rouss fór á stúfana og „googlaði“ hvað það getur þýtt ef fólk þolir ekki ljósmyndir af sér. „Okkur líkar það sem við sjáum oft. Þess vegna líkar okkur vel við spegilmyndina okkar, sem við erum vön að sjá. Þegar maður setur sig í stellingar og ætlar að taka „selfie“ með símanum líst manni kannski ágætlega á það sem maður sér á skjánum. En um leið og maður smellir af speglast myndin og við sjáum okkur eins og aðrir sjá okkur. Skrítið!“

Rouss kveðst hafa lesið sér til um að eina ráðið til að komast yfir „selfie“-fóbíu væri að taka fleiri sjálfsmyndir, til að ná réttu myndinni, svo er alltaf hægt að eyða þeim lélegu.

Pistil Rouss má lesa í heild sinni á vef Cosmopolitan.

Kim Kardashian er óhrædd við selfie-myndatökur.
Kim Kardashian er óhrædd við selfie-myndatökur.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál