Fórnarlambsvæðing að verða „þreytandi“

Hildur Jakobína Gísladóttir stjórnunarráðgjafi.
Hildur Jakobína Gísladóttir stjórnunarráðgjafi.

„Umræðan í fjölmiðlum undanfarið hefur verið að mér finnst á mjög neikvæðum nótum. Hver umfjöllunin á fætur annarri fjallar um að reyna að afhjúpa einhver mistök eða afglöp jafnvel í starfi sem og að einblína á að finna einhvern sökudólg til að skella skuldinni á. Þessi umræða dregur úr manni þrek og orku,“ skrifar Hildur Jakobína Gísladóttir í sinn nýjasta pistil.

„Þessi fórnarlambsvæðing er að mínu mati að verða svolítið þreytandi. Hvað um að reyna að fókusera á eitthvað jákvætt og uppbyggjandi? Þarf ekki þjóðin á því að halda? Myndi okkur ekki öllum líða betur? Við búum í litlu samfélagi þar sem flest mál sem koma upp í fjölmiðlum snerta okkur á einhvern hátt. Ég hef unnið í félagsþjónustu í 12 ár og ég veit að það er mikið af hörmulegum málum í gangi þarna úti en á sama tíma veit ég líka að það er frábært fagfólk að störfum í þessum málaflokkum sem reynir að vinna lausnarmiðað og aðstoða fólk með að fá viðeigandi meðferðir.“

Uppbyggileg umræða á varla séns í fjölmiðlum

„Þurfum við að taka upp öll þessi mál til umræðu í fjölmiðlum eða á samfélagsmiðlum? Er það ekki annað áfall fyrir fórnarlömbin? Ég held að það virki ekki sem stuðningur við fórnarlömb glæpa og ofbeldis, því miður. Með þessu er ekki verið að meina að þöggun eigi að eiga sér stað, það er allt annar hlutur.“

„Erum við komin á þann stað að uppbyggileg umræða á varla séns í fjölmiðlum af því hún selur ekki nógu mikið? Hver ber ábyrgð á því? Hvaða skilaboð erum við að senda til barnanna okkar? Við berum auðvitað öll ábyrgð á okkur sjálfum en erum óneitanlega í þeirri í stöðu að þurfa að fylgja fjölmiðlaumræðunni því hún er stýrandi í samfélaginu okkar. Það væri óskastaða fyrir líðan og heilsu okkar landsmanna að umræðan færi að verða aðeins uppbyggilegri en hún er og þar liggur ábyrgð fjölmiðla. Siðferðileg skylda mætti kalla það. Svo berum við auðvitað öll ábyrgð á okkar framlagi á samfélagsmiðlunum. Það mætti kalla þetta samfélagslega ábyrgð.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál