Lykillinn að raðfullnægingum

Margar konur dreymir um að fá raðfullnægingar.
Margar konur dreymir um að fá raðfullnægingar. Skjáskot Women's Health

Flestar höfum við heyrt um raðfullnægingar, en ekki hafa allar þó verið svo heppnar að fá að reyna þær á eigin skinni.

Nú vill heimasíðan OMGYES breyta þessari staðreynd, en á dögunum birtust niðurstöður könnunar sem framkvæmd var á síðasta ári, þar sem leitast var við að finna út hvernig konur geta borið sig að ef þær vilja upplifa fyrirbærið.

Rúmlega 1.000 konur, á aldrinum 18-95 ára, tóku þátt í könnuninni en tæplega helmingur þeirra sagðist reglulega fá raðfullnægingar. Ef marka má þessar konur er lykillinn að þess háttar fullnægingum fjölbreytileiki.

Nánar tiltekið notast þær við hægari og mýkri hreyfingar þegar þær ætla að komast á áfangastað í annað, þriðja eða fjórða sinn.

Svona virkar þetta; þegar konur fá fullnægingu eykst blóðflæði í kynfærum kvenna og snípurinn verður mun næmari en áður. Þess vegna mun samskonar örvun og kom fyrstu fullnægingunni í kring líklega ekki kunna góðri lukku að stýra.

Frétt Women‘s Health  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál