Ekki gleyma konunni á Valentínusardaginn

Æ fleira fólk er farið að halda upp á Valentínusardaginn.
Æ fleira fólk er farið að halda upp á Valentínusardaginn.

Sífellt fleiri Íslendingar eru nú farnir að halda hátíðlega upp á Valentínusardaginn þann 14. febrúar. Vestanhafs tíðkast að gera eitthvað rómantískt með makanum og gefa honum gjafir á þessum ástardegi. En hvað er hægt að gefa og gera í tilefni af Valentínusardeginum? Hér kemur samantekt yfir gjafir sem myndu eflaust gleðja flestar konur.

Út að borða. Elska ekki allir að fara út að borða? Góð máltíð getur sko glatt. Veldu veitingastað með notalegu andrúmslofti og vertu helst búin/nn að panta borð áður en þið mætið.

Ilmvatn. Gott ilmvatn er rómantísk gjöf. Hafðu þó í huga að kannski vill hún skipta ilminum, þess vegna skaltu reyna að fá prufu af ilmvatninu með svo að þín heittelskaða geti prófað ilminn áður en hún opnar kassann. Og ekki gleyma skiptimiðnum.

Skartgripur. Fallegur og vel valinn skartgripur vekur alltaf lukku. Ef þú ert óörugg/ur þegar kemur að því að velja þá skaltu biðja afgreiðslufólkið í versluninni um ráðleggingar. Og auðvitað, sjáðu til þess að það sé hægt að skipta gjöfinni.

Sælgæti. Við þurfum ekkert að ræða þetta frekar.

Dekur. Hvers konar dekur er skothelt, hvort sem þú kaupir gjafabréf á nuddstofu eða býrð til kósíkvöld heima.

Ástarbréf. Það þarf ekki að vera dýrt að gleðja kærustuna eða konuna. Falleg skilaboð skrifuð niður á blað eru ómetanleg og í raun miklu betra en eitthvað sem er keypt úti í búð.

Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlega í Ameríku.
Valentínusardagurinn er haldinn hátíðlega í Ameríku. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál