Er óöryggið að hlaupa með þig í gönur?

Þeir sem ekki eru sáttir í eigin skinni gera oft …
Þeir sem ekki eru sáttir í eigin skinni gera oft í því að þóknast öðrum. Thinkstock / Getty Images

Þolir þú stundum ekki sjálfa/n þig, líður þér illa í eigin skinni og ertu ekki ánægð/ur með hvernig samskiptum þínum við umheiminn er háttað?

Á vefsíðunni Mindbodygreen er að finna nokkur merki þess að þú kunnir ekki nægjanlega að meta sjálfa/n þig, sem og ráð um hvernig megi leysa úr vandanum.

Þú reynir að þóknast öðrum
Þeir sem ekki eru sáttir í eigin skinni gera oft í því að þóknast öðrum. Hafðu augun opin og taktu eftir því þegar þú gerir eitthvað gegn eigin vilja. Fyrsta skrefið í áttina að því að venja sig af þessum leiða ávana er að viðurkenna hann.

Þú átt erfitt með að segja nei
Sumir vilja ekki aðeins þóknast öðrum, heldur vilja þeir einnig vera viðkunnanlegir. Æfðu þig að segja „nei“ við beiðnum sem þig langar ekki að gera. Gott er að taka þetta í smáum skrefum og byrja á kunningjum og vinnufélögum.

Þú berð þig stöðugt saman við aðra
Sumir reyna eftir fremsta megni að leita uppi fólk sem er betur gefið, vingjarnlegra, myndarlegra, heilbrigðara og svo framvegis. Þeir sem eru vanir að bera sig saman við aðra í gríð og erg ættu til dæmis að hugleiða að eyða minni tíma á samfélagsmiðlum og ekki fylgjast með fólki sem vekur hjá því ónotatilfinningu.

Þú þolir ekki líkama þinn
Mörgum þykir lítið til líkama síns koma og forðast jafnvel að fara út á meðal fólks, eða vilja ekki sjá sína eigin spegilmynd. Best er að hætta að hugsa um hvað öðrum finnst, og einbeita sér að því sem gleður þig. Ef þú telur þurfa að vinna í líkamanum gerðu það þá á eigin forsendum.

Þú kemur illa fram við fólk
Neikvæðnin á það til að smita út frá sér og verða til þess að fólk komi illa fram við náungann, og fá síðan samviskubit í kjölfarið. Gott er að vera góður við sjálfan sig, lesa upplífgandi bækur, umkringja sig uppörvandi fólki og hugsa vel um líkama og sál. Þegar þú kemur vel fram við sjálfa/n þig fer það brátt að smita út frá sér.

Fleiri góð ráð má lesa hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál