Er makinn alltaf í símanum?

Óhófleg símanotkun getur komið niður á samböndum.
Óhófleg símanotkun getur komið niður á samböndum. Thinkstock / Getty Images

Margir þekkja það að setjast til borðs á rómantískum veitingastað, panta sér drykk, spjalla svolítið og búa sig undir góða kvöldstund með betri helmingnum. Sjá sér síðan til hrellingar að makinn er búinn að rífa upp símann og er farinn að skrolla í gegnum samfélagsmiðla. Bara rétt aðeins til að kíkja.

Samkvæmt rannsókn Baylor háskóla getur þessi símaárátta reynst samböndum afar skaðleg, líkt og lesa má í umfjöllun Women‘s Health.

„Við komumst að því að þegar einstaklingnum fannst makinn taka símann fram yfir sig skapaði það ágreining og leiddi til minni ánægju með sambandið,“ segir James A. Roberts, sem fór fyrir rannsókninni.

„Þessi vaxandi óánægja með sambandið leiddi síðan af sér vaxandi óánægju með lífið almennt, og í kjölfarið aukna tíðni þunglyndis.“

En hvað er til ráða?

Sálfræðingurinn Melanie Mills bendir á að fólk þurfi fyrst að líta í eigin barm og greina eigin hegðun áður en hjólað er í makann. Þá mælir hún með því að útskýrt sé fyrir makanum hvernig tilfinning fylgi því þegar síminn fái óskipta athygli. Að lokum mælir hún með að settar séu reglur á heimilinu, svo sem símalaus svæði og fleira í þeim dúr.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál