Kann alls ekki að skemmta sér

Mörgum finnst sérlega gaman að prjóna.
Mörgum finnst sérlega gaman að prjóna. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean: Ert þú með einhvern leiðarvísi um hvernig maður eigi að skemmta sér. Ég held að ég sé að missa af miklu. Ég tala fimm tungumál, held mér í góðu formi, tek þátt í sjálfboðaliðastörfum og vinn. Vinn heilan helling. Og mér líður hörmulega vegna þess að ég kann ekki að skemmta mér.“

Einhvern veginn svona hefst fyrirspurn ungrar, ónafngreindar konu – sem kann bara alls ekki að skemmta sér. Þess vegna leitaði hún á náðir E. Jean, sérlegs ráðgjafa tímaritsins Elle.  

„Ef einhver býður mér út í drykki sé ég ekki tilganginn. Ég sé enga ástæðu til þess að eyða tveimur tímum í að spjalla þegar ég get farið heim, lesið, eldað og farið í bað. Ég elska að elda, lesa og prjóna. Ég stunda jóga og ballett og vinir mínir eru eldri en ég. Það er svo margt sem mig langar að gera, lesa meiri sagnfræði, skrifa, hanna mínar eigin skyrtur. Og ekkert af þessu felur í sér að skemmta sér. Kærastinn minn grínast stundum með að ég eigi sömu áhugamál og gamlar konur. Hvernig læri ég að skemmta mér?“

E. Jean á ráð undir rifi hverju og var fljót að ausa úr viskubrunni sínum.

„Áhugamálin þín eru skemmtileg. Sérhvert þeirra er ákaflega ánægjulegt. Ég geri því ráð fyrir að gamanið sem þú ert að leitast eftir felist í því að öskra upp yfir sig og falla til jarðar í óstjórnlegri kátínu.“

„Farðu í eltingarleik við kærastann þinn í ljósaskiptunum, renndu þér á hjólaskautum heim eftir vinnu eða klifraðu upp í tré – án þess að klæðast nærbuxum.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Sumum finnst stórskemmtilegt að kúra heima og lesa góða bók.
Sumum finnst stórskemmtilegt að kúra heima og lesa góða bók. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál