Með fótablæti, en kærastan er ekki hrifin

Sumum þykja fætur óþrifalegir.
Sumum þykja fætur óþrifalegir. Ljósmynd Getty Images

„Ég hef verið með fóta- og kitlublæti síðan ég var táningur, en ég hef aldrei verið nógu sjálfsöruggur til að opna mig um það fyrr. Ég sagði kærustunni minni frá þessu, og sem betur fer hafnaði hún mér ekki. Hins vegar vill hún ekki taka þátt. Þegar ég vil tilbiðja fæturna á henni segir hún nei vegna þess að henni finnst það óheilnæmt og óþrifalegt. Ég vil ekki að kynlíf okkar snúist eingöngu um þessa fantasíu, en ég vil þó að hún fái eitthvert vægi.“

Svona hljómar fyrirspurn sem ráðþrota maður sendi sambands- og kynlífsráðgjafanum Pamelu Stephenson Connolly. Conooly, sem er sálfræðingur að mennt, sérhæfir sig í vandamálum á kynferðissviðinu og á ráð undir rifi hverju.

„Þó að það sé mikilvægt að allar kynferðislegar athafnir á milli tveggja einstaklinga séu gerðar með samþykki er einnig skynsamlegt, að kynna makann fyrir einhverju ókunnugu eða nýstárlegu hóflega og í áföngum. Í stað þess að stinga upp á einhverju sem gæti virst róttækt, eða skrýtið, skaltu hjálpa henni að venjast hugmyndinni með því að stinga reglulega upp á einhverju sem er aðlaðandi. Það getur verið gott að byrja á einhverju sem væri almennt ekki talið furðulegt. Í stað þess að stinga upp á fótatilbeiðslu, vitandi að óþægindin sem hún upplifir tengjast hreinlæti, getur þú átt upptök að kynlífi í baði eða sturtu. Ekki fara þér geyst, heldur skaltu koma henni til eins og henni þykir best, síðan getur þú skipt yfir í eitthvað líkt og munn-tágælur. Ef henni líkar þetta getur þú síðan endurtekið leikinn þar til fótaleikirnir eru farnir að eiga sér sess í kynlífi ykkar. Seinna meir getur þú svo kynnt hana fyrir einhverju sem er fyrir lengra komna, en það þarf alltaf að gerast hægt og rólega.“

Svar Connolly í heild sinni má lesa á vef Guardian.

Sumir eru hrifnari af fótum en aðrir.
Sumir eru hrifnari af fótum en aðrir. Ljósmynd Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál