Einn af hverjum sex er með kynlífsblæti

Einn af hverjum sex er talinn haldinn einhvers konar kynlífsblæti.
Einn af hverjum sex er talinn haldinn einhvers konar kynlífsblæti. Ljósmynd / Getty Images

Margir halda eflaust að kynlífsblæti séu fremur fátíð, en sú er alls ekki raunin. Reyndar er einn af hverjum sex einstaklingum haldinn einhvers konar kynlífsblæti, líkt og fram kemur í umfjöllun Women‘s Health.

Tæplega 550 tegundir af kynlífsblætum eru þekkt, en hér verða nokkur þeirra reifuð.

Urophilia
Margir hafa heyrt um „gylltar sturtur“ en rannsóknir benda til þess að 9% karlmanna hafi áhuga á því að hafa þvaglát á bólfélaga sinn, eða njóti þess að láta pissa á sig.

Fatablæti
Flestir myndu velja lifandi bólfélaga í stað þess að stunda sjálfsfróun, með G-streng í hönd. Það myndu þeir sem haldnir eru fatablæti þó ekki endilega gera. Margir karlmenn segja að áhuginn á kvenfatnaði tengist minningum úr æsku, þá sér í lagi þeim sem tengjast fjölskyldu eða vinum.

Gusugangur
Sumum þykir gríðarlega æsandi að þekja sjálfan sig, eða maka, klístruðu og sóðalegu gumsi, svo sem búðingi, sírópi, húðkremi, leðju eða málningu. Ekki er vitað hversu algengt blætið er, en það er talið sjaldgæfara en urophilia.

Bleiublæti
Þeir sem haldnir eru bleiublæti hafa gaman að því að klæðast bleium og þykjast vera ungbörn. Þessir einstaklingar segjast njóta þess að gera þarfir sínar í bleiur, segja athafnirnar róandi, enda minni þær á tíma þar sem lífið var einfaldara. Þetta tiltekna blæti er sjaldgæft.

Vorarerphilia
Fólk sem haldið er vorarerphiliu dreymir um að vera gleypt af stórri skepnu, lifandi og í einum munnbita. Þá dreymir þessa einstaklinga einnig um að ferðast í gegnum meltingarveginn og vera að lokum skilað út sem úrgangi. Margir sem haldnir eru blætinu skrifa um það erótískar sögur, enda ógerningur að leika það eftir. Sumir hafa þó brugðið á það ráð að smíða sér göng sem eiga að líkja eftir meltingarvegi stórrar skepnu.

Lesa má um fleiri furðuleg blæti hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál