„Hann er viss um að ég sé að halda fram hjá“

Ráðalaus kona skrifaði til ráðgjafans Logan Hill vegna þess að …
Ráðalaus kona skrifaði til ráðgjafans Logan Hill vegna þess að maðurinn hennar er viss um að hún sé að halda fram hjá honum. Getty Images

„Ég hef verið með fyrstu ástinni minni í rúm tíu ár en hann er orðinn svo órólegur. Hann er viss um að ég sé að halda fram hjá honum. Ég hef reynt að sannfæra hann um að ég sé ekki að því en hann hlustar ekki. Hvað get ég gert,“ skrifar ráðalaus kona í spurningu sinni til ráðgjafans Logan Hill sem starfar á Cosmopolitan.

„Ég veit ekki hvernig þú bregst við þegar hann ásakar þig en fólk bregst gjarnan við með að loka á viðkomandi og forðast hann. En hinn aðilinn gæti lesið í þau viðbrögð að manneskjan væri að forðast umræðuefnið vegna þess að hún hafi gert eitthvað rangt,“ segir Hill í svari sínu.

Hill mælir með að konan ráðalausa leggi sig alla fram við að sýna að hún elski manninn sinn því í raun getur hún ekki sannað að hún sé ekki að halda fram hjá. „Sýndu að þú tekur tilfinningar hans alvarlega, að þú sért að hlusta, að þér er annt um hann.“

Hill mælir með að konan setjist niður með manninum sínum og segi honum að hún elski hann. Að það særi hana að hann treysti henni ekki. „Segðu honum að þú hafir ekkert að fela, að þú sért tilbúin að hlusta. Láttu hann vita að þú viljir vita hvað það er sem er að trufla hann. Ræddu málin þegar þið hafið nægan tíma til að tala saman. Láttu hann vita að hann geti spurt þig að hverju sem er og sýndu honum athygli. Vertu þolinmóð,“ skrifar Hill. Svar hans má lesa í heild sinni á vef Cosmopolitan.

Í Cosmopolitan má finna ýmis góð ráð frá sambandsráðgjöfum.
Í Cosmopolitan má finna ýmis góð ráð frá sambandsráðgjöfum.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál