Ómissandi ráð fyrir bakpokaferðalanga

Á vef ferðaskrifstofunnar Kilroy má finna grein með góðum ráðum …
Á vef ferðaskrifstofunnar Kilroy má finna grein með góðum ráðum fyrir þá sem eru á leið í heimsreisu. Getty images

Á vef ferðaskrifstofunnar Kilroy má finna grein með tíu skotheldum ráðum fyrir bakpokaferðalanga. Í greininni er reynt að svara algengum spurningum sem koma upp hjá þeim sem eru að fara í heimsreisu.

Kostnaðurinn er oft aðeins meiri en þú gerðir ráð fyrir: Þegar þú hefur greitt fyrir flugmiðana, bólusetningarnar og allar skipulögðu ævintýraferðirnar líður þér eins og stærstu útgjöldin séu búin – og það er alveg rétt! En mundu að þú átt eftir að fara í ferðalagið og samkvæmt ráðgjöfum okkar enda flestir á því að eyða aðeins meira en var áætlað,“ segir meðal annars í greininni.

Taktu breytingum með opnum hug: „Þú ert að öllum líkindum búin/n að ákveða nokkurn veginn hvert þú vilt fara og hvað þig langar að upplifa. Hins vegar verður þú að muna að það geta komið upp breytingar á ferðaplaninu vegna þess að vegir voru lokaðir eða það gerir vont veður,“ segir í greininni. Þá er mælt með að taka öllum breytingum með opnum hug þar sem dýrmætar minningar verða oft til í óvæntum aðstæðum.

Farðu nokkrum sinnum yfir farangurinn: „Þú ert búin/n að pakka og allt er klárt! Mundu samt að þú hefur mjög líklega pakkað einhverju sem þú hefur enga þörf fyrir og á eftir að verða pirrandi að bera það um allan heim. Gerðu sjálfum þér því þann greiða að þegar þú heldur að þú sért búin/n að pakka að taka allt upp aftur og endurpakka nokkrum sinnum. Ekki taka með fimm peysur!“

Alls ekki gleyma höfuðljósinu: „Það getur verið að höfuðljós sé ekki mjög smekklegt en sem bakpokaferðalangur átt þú eftir að lenda í aðstæðum þar sem það er nauðsynlegt. Fjárfestu í einu góðu og slepptu við það að stíga á kakkalakkana í myrkrinu.“

Rafmagn og meira rafmagn: „Í dag þurfum við ætíð að hlaða öll okkar tæki og tól og eins og þú veist eru innstungur oft mjög mismunandi á milli landa þegar þú ert að ferðast á milli margra landa/heimsálfa. Ekki vera með mörg mismunandi millistykki heldur fjárfestu í einu worldwide travel adapter – eitt sem dugar fyrir öll löndin!“

Ætlar þú að fara í road trip á ferðalaginu? „Ætlar þú að fara í road trip á bíl eða húsbíl? Þá er snilld að vera með kælitösku sem þú getur tengt við rafmagnið í bílnum (mundu bara að kaupa hana rétt áður – ekki ferðast með hana að heiman). Þannig getur þú sparað pening og alltaf átt kalda drykki.“

Þarf að endurstaðfesta flug? „Þegar þú ert farin/n af stað í ferðalagið og nýtur lífsins á einstakri strönd þá ertu ekkert endilega að huga að næsta flugi. Við mælum því með að þú kannir áður en þú leggur af stað reglur flugfélaganna og hvort þú þurfir að endurstaðfesta einhver flug og þá hvenær. Mundu einnig eftir því að kíkja alltaf í spam-síuna og ruslpóstinn,“ segir í greininni.

Flip-flops: Þá er mælt með að vera með flip flops-skó á ferðalaginu. „Hvort sem þú ert að ferðast í heitu loftslagi eða ekki. Það er mun skemmtilegra að fara í sturtu í flip flops en að standa í hárum og sápuleifum þeirra sem voru á undan þér.“

Vertu með handspritt og þurrkur: „Þú átt eftir að uppgötva að það er ekki á öllum stöðum rennandi vatn, sápa og klósettpappír á salernum. Það er því mjög sniðugt að vera með handspritt og þurrkur meðferðis.“

Ferðatryggingar – ekki gleyma þeim: „Við erum að lokum öll sammála um að það er mjög mikilvægt er að vera með góða sjúkratryggingar. Mundu að bláa EU-sjúkrakortið gildir ekki þegar þú ferðast út fyrir Evrópu og tryggingar á kreditkortum gilda oft aðeins í þrjá mánuði. Það eru ótrúlegustu hlutir sem þú getur lent í eins og að hrasa um eina steininn á ströndinni.“

Flip-flop skór koma að góðum notum á ferðalaginu.
Flip-flop skór koma að góðum notum á ferðalaginu. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál