Ætla að gefa 100 öryggisýlur fyrir helgina

Hulda Björg Jónsdóttir er markaðsstjóri Meyja.is sem er netverslun sem …
Hulda Björg Jónsdóttir er markaðsstjóri Meyja.is sem er netverslun sem selur ýmiss konar lífstíls- og unaðstækjavörur.

BodyGuard – Personlarm er afar sniðugt öryggistæki frá Svíþjóð sem gefur frá sér hávært ýluhljóð sem heyrist í allt að 1–3 km fjarlægð sé ýtt á hnappinn á tækinu. Þannig á tækið að virka sem varnartæki gegn árásum, þar sem mögulegir árásarmenn myndu fælast burt við hávaðann og annað fólk flykkjast að. Þetta er líka fyrir fólk sem þarf að láta vita af sér í einhvers konar neyðarástandi,“ segir Hulda Björg sem starfar sem markaðsstjóri Meyja.is.

„Okkur hjá Meyja.is langar einfaldlega, aðallega vegna háværrar umræðu undanfarið varðandi nauðganir og árásir á útihátíðum hérlendis, að reyna að stuðla að bættu öryggi sem flestra með því að gefa 100 manns Personlarm fyrir verslunarmannahelgina. Personlarm kemur með bandi sem hægt er að festa utan um hálsinn á sér og því auðvelt aðgengi að tækinu komi eitthvað fyrir. Þá er græjan afar auðveld í notkun, vatnsheld og án battería.“

En hvað þarf fólk að gera til að eignast græjuna? „Þeir sem líka við Meyju.is á Facebook og mæta til okkar í Nordic Store, Lækjargötu 2, munu fá þetta algjörlega gefins! Fyrstir koma fyrstir fá,“ segir Hulda að lokum.

Meyja.is ætlar að gefa 100 öryggisýlur fyrir verslunarmannahelgina.
Meyja.is ætlar að gefa 100 öryggisýlur fyrir verslunarmannahelgina.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál