Kúrekastelpan hættulegasta stellingin

Hér má sjá kynlífsstellinguna hættulegu.
Hér má sjá kynlífsstellinguna hættulegu. Ljósmynd/Cosmopolitan

Við vitum öll að það getur verið nauðsynlegt að krydda upp á kynlífið með nýjum og skemmtilegum kynlífsstellingum. Eins fjölbreyttar og stellingarnar geta verið þá eru þær einnig mishættulegar.

Niðurstöður rannsóknar Ann Summers sýna fram á að þegar konan er ofan á í kynlífi eru meiri líkur á meiðslum en ella. Rannsóknin var framkvæmd í Bretlandi en 23% Breta sögðu kúrekastelpuna sína uppáhaldsstellingu.

Þegar konan er ofan á eru meiri líkur á að typpið brákist en ella. „Þegar konan er ofan á stjórnar hún hreyfingunum með allri líkamsþyngd sinni ofan á stinnu typpinu,“ segir í rannsókninni sem gefin var út í „Advances in Urology.“

Á vef Cosmopolitan kemur fram að flest slys eigi sér stað með þeim hætti að karlmaðurinn nær ekki að grípa inn í þegar typpið fer inn með röngum hætti. Konan finnur ekki fyrir neinu en þetta orsakar mikinn sársauka fyrir karlmanninn. Þegar karlmaðurinn stjórnar hreyfingunni getur hann fundið fyrir hlutum sem þessum áður en þeir gerast og stoppað hreyfinguna.

Kúrekastelpan er skemmtilegt stelling en í henni þarf að passa upp á að fara ekki of geyst.  

Kúrekastelpan getur verið hættulega staða.
Kúrekastelpan getur verið hættulega staða. Ljósmynd/Skjáskot Women's Health
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál