Eiginmaðurinn er moldríkur en tímir engu

Ekki eru allir sammála um hvað telst réttlætanleg eyðsla.
Ekki eru allir sammála um hvað telst réttlætanleg eyðsla. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég hef verið gift hinum fullkomna eiginmanni í hálft ár og er farin að íhuga skilnað. Maðurinn minn á nægan pening fyrir öllu sem hugurinn girnist, utanlandsferðum um víðan völl eða fjárhættuspili í Vegas. Ég þarf þó að tuða í honum ef mig langar í andlitshreinsun. Hann segir að ég sé heimsk og stjórnlaus fyrir að biðja hann um eitthvað þessu líkt.“

Svona hljómar fyrirspurn ungrar konu í öngum sínum, sem dauðlangar að fara í húðhreinsun. Hún brá því á það ráð að spyrja sérlegan ráðgjafa tímaritsins Elle spjörunum úr.

„Sjálfstraust mitt líður fyrir þetta, sem og húðin mín. Ég hef ekki aðgang að neinum reikningum eða hraðbanka og hef ekkert reiðufé nema hann láti mig fá það. Hann segir mér að það sé þröngt í búi, en samt er húsið okkar á sjávarlóð og einkabílstjórinn hans alltaf reiðubúinn fyrir utan hús í glæsibifreiðinni. Ég elska eiginmann minn. Hvað á ég að gera?“

Að sjálfsögðu var ráðgjafinn með svör á reiðum höndum.

„Spurðu sjálfa þig, hvers vegna er ég að leyfa þessu kvikindi að ráðskast með líf mitt? Og hvers vegna elska ég hann? Hann er vel á veg kominn með að verða alger níðingur. Forðaðu þér meðan þú getur. Hann er alveg glataður, fáðu þér góðan skilnaðarlögfræðing og komdu þér burt.“

Pistilinn í heild sinni má lesa hér.

Sumum þykir ótækt að komast ekki í andlitshreinsun af og …
Sumum þykir ótækt að komast ekki í andlitshreinsun af og til. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál