Selfie-myndir ýta undir hamingju

Kim Kardashian er selfie-drottning. Þessa tók hún á Íslandi.
Kim Kardashian er selfie-drottning. Þessa tók hún á Íslandi. Skjáskot/Snapchat

Ný rannsókn sem birtist í læknatímaritinu Psychology of Well-Being hefur leitt í ljós að það að taka sjálfsmyndir getur ýtt undir hamingju og gefið manni orku. Þetta eru ansi góðar fréttir fyrir þá sem elska að taka sjálfsmyndir.

Rannsóknin byggði á þátttöku 40 nemenda. Þátttakendur voru beðnir um að sækja smáforrit í símann sinn og skrá reglulega niður líðan sína yfir fjögurra vikna tímabil.  Hópnum var skipt niður í þrjá minni hópa, einn hópurinn átti að taka selfie-mynd á hverjum degi. Meðlimir annars áttu að taka myndir af því sem gladdi þá og meðlimir þriðja hópsins átti að taka myndi af því sem þeir töldu að myndi gleðja aðra og senda þeim einstaklingum. Eftir tímabilið kom í ljós að allir þátttakendur voru almennt hamingjusamari.

Niðurstöðurnar leiddu líka í ljós að þeir sem áttu að taka sjálfsmyndir voru farnir að brosa meira almennt og voru glaðari og sjálfsöruggari. Þeir fundu einnig fyrir minna stressi.

Um frekar lítinn hóp er að ræða en niðurstöðurnar eru samt sem áður áhugaverðar. Hérna er hægt að lesa nánar um rannsóknina og niðurstöður hennar.

Ættu þá ekki allir að fjárfesta í selfie-stöng?
Ættu þá ekki allir að fjárfesta í selfie-stöng?
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál