Gjafirnar gerast ekki mikið verri

Það er hugurinn sem gildir, en sumar gjafir eru bara …
Það er hugurinn sem gildir, en sumar gjafir eru bara einfaldlega of slæmar. Getty images

Nokkrir notendur Reddit rifjuðu nýverið upp verstu og mest mógandi gjafir sem þeir hefðu nokkurn tímann fengið. Það hafa eflaust allir fengið slæmar gjafir en þessar slá öll met!

„Ég fékk gjafabréf frá frænda mínum og frænku upp á fimm dali frá Best Buy. Ég vissi ekki að það væri hægt að kaupa gjafabréf fyrir svona litla upphæð. Kemur í ljós að það er ekki hægt, upprunalega var þetta gjafabréf upp á 20 dali en þau höfðu eytt meirihluta þess.“

„Þegar ég var í menntaskóla settist ég niður ásamt stjúpbræðrum mínum og við tókum upp gjafir. Þeir fengu iPod-spilara. Ég fékk MP3-spilara frá óþekktu merki með AA-rafhlöðum.“

„Ég var alkóhólisti í bata og hafði verið edrú í nokkur ár. Frændi minn gaf mér viskí. Ég á flöskuna enn þá.“

„Þáverandi eiginkona mín gaf mér ekkert á afmælinu mínu, enga gjöf, ekkert kort, ekkert. Í sömu viku, þegar við vorum stödd í búðinni valdi hún og keypti kort handa karlkyns vinnufélaga sínum. Við skildum skömmu síðar.“

„Hálfkláraða teikningu af mömmu minni, berbrjósta...frá bróður mínum.“

„Vasa og fimm kíló af sykri. Ég var níu ára og átti afmæli.“

„Þegar ég hitti tengdamóður mína í fyrsta sinn komst ég að því að hún hafði gramsað í ferðatöskunni minni, tekið sokka upp úr henni og fest slaufu á þá. Svo gaf hún mér þá sem jólagjöf. Ég gerði ráð fyrir að þetta væri grín og hló. Hún var stórmóðguð yfir því að ég kynni ekki að meta framtak hennar.“

Hvern dreymir ekki að fá sína eigin sokka í gjöf …
Hvern dreymir ekki að fá sína eigin sokka í gjöf frá tengdamömmu sinni? Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál