Getur ekki hætt að hugsa um fyrrverandi

Stundum láta tilfinningarnar bara ekki að stjórn.
Stundum láta tilfinningarnar bara ekki að stjórn. Ljósmynd / Getty Images

„Svona er staðan, stóra ástin í lífi mínu hættir með mér. Ári síðar hitti ég indælan strák sem elskar mig og hefur helgað sér mig. Gamli kærastinn fríkar út, biðst afsökunar og stingur upp á því að við giftum okkur. Ég ákveð að vera áfram með nýja kærastanum,“ svona hljómar fyrirspurn ungrar konu, sem er í talsverðri klemmu. Hún leitaði því á náðir E. Jean, sérlegs ráðgjafa tímaritsins Elle.

„Vandamálið er þetta, tveimur árum síðar hugsa ég enn um gamla kærastann 15 sinnum á dag. Hann hringir ennþá og okkur semur glimrandi vel (við deilum forræði yfir hundinum okkar). Við segjum ennþá, „ég elska þig“ við hvort annað og ég fæ ennþá fiðrildi í magann þegar ég er í kringum hann. Spurningin er þessi, er ég búin að tapa glórunni? Nýi kærastinn er líka indæll. Ég er ástfangin af tveimur mönnum, hvernig á ég að velja á milli?

Hinn gamansami ráðgjafi var að sjálfsögðu með svör á reiðum höndum.

„Í bréfinu þínu eru næstum því 130 orð. Megnið af þeim fjallar um gamla kærastann. Aðeins örfáum orðum er eytt í þann nýja. Þess að auki hófst þú bréfið á orðunum „stóra ástin í lífi mínu“. Láttu nú ekki svona, þarft þú nokkuð á hjálp minni að halda eftir allt saman?“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál