„Er rangt að klæðast kvenfötum“

Stilla / Rocky Horror Picture Show

„Kæra E. Jean, ég er eiginmaður yndislegrar konu. Áður en við giftum okkur minntist ég á það við hana að ég hefði gaman að því að klæðast kvenfötum, og þá sérstaklega undirfatnaði. Hún skipti um umræðuefni og ég reyndi ekki að vekja máls á þessu aftur,“ segir í bréfi manns sem leitaði á náðir sambandsráðgjafa tímaritsins Elle.

„Síðan hætti ég að klæða mig í kvenföt. Nýlega hefur löngun mín til að klæða mig í kvenfatnað þó snúið aftur. Er eitthvað rangt við það?“

Ráðgjafinn átti ekki í vandræðum með að leiðbeina eiginmanninum og svaraði um hæl.

„Kvenfatnaður er svo hrífandi að ég skil ekki að allir karlmenn vilji ekki klæðast honum. Þú ræður yfir eigin líkama og mátt klæðast hverju svo sem hugurinn girnist. Ef manneskja fær ekki að klæðast því sem hún vill, því þá að klæða sig yfir höfuð? Eiginmaður hefur engan rétt á að segja konu sinni hversu þung hún skuli vera, en að sama skapi hefur kona engan rétt á að ákveða hverju maður hennar klæðist. Það er þó fullkomlega eðlilegt að konan þín biðji þig að klæðast flíkunum ekki í bólinu ef það kemur henni úr stuði.“

Mörgum þykir kvenfatnaður heillandi.
Mörgum þykir kvenfatnaður heillandi. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál