Hann er augljóslega ekki skotinn í þér

Það er betra að átta sig á hlutunum og hætta …
Það er betra að átta sig á hlutunum og hætta að eyða tíma í vitleysu. Ljósmynd / Getty Images

Það getur verið sárt þegar einstaklingurinn sem maður er ótrúlega skotinn í er bara ekki alls ekki hrifinn af manni á móti. Það er þó betra að átta sig á því fyrr en seinna.

Á vef Popsugar má sjá þrjár vísbendingar sem gefa sterklega til kynna að einstaklingurinn sem þú hefur verið að renna hýru auga til ber ekki sama hug til þín.

Hann er of upptekinn til að hitta þig
Þú ferð á stefnumót, sem gengur vel að eigin sögn. Þið hittist nokkrum sinnum og eigið í samskiptum á samfélagsmiðlum eða í gegnum smáskilaboð. Síðan verður einstaklingurinn allt í einu ákaflega upptekinn í vinnunni, eða skólanum, og hefur bara alls ekki tíma til að hitta þig.

Ef einstaklingurinn er raunverulega hrifinn af þér myndi hann gefa sér tíma til að hitta þig. Fjölmargir hafa gaman að því að senda skilaboð og eru jafnvel með marga í takinu.

Hann segir þér að hann vilji ekki alvarlegt samband
Á fyrsta stefnumóti segir hann þér að hann hafi ekki áhuga á alvarlegu sambandi, en er svona líka sjarmerandi og skemmtilegur. Þú kannt að meta athyglina sem hann veitir þér og steingleymir því sem hann sagði.

Þig langar að halda í vonina um að hann eigi ekki við þig, en ættir engu að síður að taka orð hans trúanleg. Þú ert að eyða tíma þínum í vitleysu.

Hann veitir þér aðeins athygli í hóp
Kannast þú við aðilann sem veitir þér mikla athygli þegar þú ert að skemmta þér í góðra vina hópi, en ekki þess á milli fyrir utan stöku skilaboð á samfélagsmiðlum. Margir telja sér trú um að einstaklingurinn sé einungis feiminn, eða ákaflega upptekinn.

Ef einstaklingurinn væri raunverulega hrifinn af þér myndi hann bjóða þér út, þrátt fyrir að vera feiminn eða upptekinn.  

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál