Vandamál hverfa ekki nema þau séu rædd

Hildur Jakobína Gísladóttir.
Hildur Jakobína Gísladóttir. mbl

„Við sem einstaklingar hugsum oft svipað og samskipti okkar á milli ganga oftast vel. Þó eru til aðilar sem þrátt fyrir að þeir tali sama tungumál skilja ekki hver annan. Þetta getur verið hvimleitt í samskiptum fólks á milli og valdið misskilningi og misklíð. Hugsun okkar byggist að mörgu leyti á viðhorfum okkar og þeim gildum sem við ólumst upp við og höfum tileinkað okkur sem manneskjur. Hegðun okkar byggist því líka að miklu leyti á því uppeldi sem við fengum frá foreldrum okkar. Sumir temja sér að ræða allt sem kemur upp í fjölskyldum opinskátt. Aðrir temja sér að ræða aldrei slík mál og bíta frekar á jaxlinn og halda áfram,“ segir Hildur Jakobína Gísladóttir, eigandi ráðgjafafyrirtækisins Officium, í nýjum pistli:

Seinni leiðin er ekki líkleg til árangursríkra samskipta í framtíðinni. Vandamálið hverfur ekki og þegar málin eru ekki rædd reglulega í samskiptum eða þegar vandamál koma upp milli fólks með mismunandi skoðanir eða upplifanir er mikilvægt að ræða það. Það getur til að mynda verið erfitt fyrir raunsæismann og tilfinningaveru að reyna að láta ástarsamband ganga upp ef aðilar ræða ekki málin daglega. Það er gulltryggt að slík sambönd enda bara með misskilningi og mistúlkunum á aðstæðum og eru til þess gerðar að auka gremju og leiða til sambandsslita. 

Það er því alltaf gott að vera meðvitaður um mikilvægi reglulegra tjáskipta og reyna eftir fremsta megni að setja sig í spor viðmælandans sama hvers eðlis þau samskipti eru ef fólk vill eiga eðlileg og heilbrigð samskipti. Það er stundum aðeins of seint í rassinn gripið að tjá sig loksins eftir langan tíma þegar gremjan hefur magnast upp. Oftast er þá of mikill skaði skeður.

Fólk þarf líka að átta sig á því (helst fyrir fram) að þegar stofnað er til ástarsambands með ólíkum einstaklingi þarf að sýna sveigjanleika og skilning á því að manns eigin leið er ekki endilega sú eina rétta. Þetta á svo sannarlega við um öll samskipti en ástarsambönd eru viðkvæmari fyrir slíkum ágreiningi enda mikið í húfi ef ástin er til staðar. Opin tjáskipti eiga sér ekki endilega stað í slíkum samböndum og þarf því meðvitað að rækta þau til að öllum líði vel. Það er hollt að hafa þetta í huga á nýju ári þegar fólk er að gera sér áramótaheit, t.d í að bæta samskipti sín við aðra.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál