Komist þið aldrei á stefnumót?

Stundum þarf bara að hugsa í örlitlum lausnum til þess …
Stundum þarf bara að hugsa í örlitlum lausnum til þess að halda hamingjunni gangandi. Getty images

Komist þið ekki út? Er enga pössun að fá? Farið þið aldrei á stefnumót? Þá er bara eitt í stöðunni. Skapið ykkar eigið fullkomna stefnumót annaðhvort í stofunni heima þegar börnin eru sofnuð eða á öðrum óhefðbundnum tímum. Mikilvægt er að hugsa örlítið út fyrir kassann og minna sig á að í grunninn snýst þetta um að ná fleiri samverustundum með maka sínum. en ekki bara um rómantískar flugeldasýningar sem reyna á veskið.

Morgunkaffi
Komið börnunum í skóla og skyldur og skellið ykkur saman í einn morgunbolla á huggulegu kaffihúsi í örlitla stund áður en þið haldið til starfa. Það hefur færst mikið í aukana að kaffihúsin opni snemma dags og því tilvalið að gera þetta að föstum lið. Það er fátt betra en að byrja daginn á ljúfum bolla, innihaldsríkum samræðum og einum kossi.

Hádegisstefnumót
Takið frá alla vega eitt hádegi í mánuði fyrir makann sem er alveg heilagt. Farið og fáið ykkur góðan mat á stað sem ykkur líkar báðum og horfist aðeins í augu á meðan þið njótið og ræðið heima og geima. Svona stund jafnast svo sannarlega á við stefnumót að kvöldlagi.

Göngutúr
Það er eitthvað við það að haldast í hendur og ganga saman. Einhverra hluta vegna virðist losna aðeins um málbeinið og því er þetta oft góð leið til að ræða málin á sama tíma og þið fyllið lungun af súrefni og hreyfið ykkur. Það þarf ekki að vera neitt draumaveður til þess að fara í rómantískan göngutúr. Það þarf bara að klæða sig vel og njóta.

Göngutúr getur gert kraftaverk fyrir sambandið.
Göngutúr getur gert kraftaverk fyrir sambandið. Ómar Óskarsson

Bíómyndastefnumót
Takið eitt kvöld í viku frá undir bíómyndastefnumót í sófanum. Hjálpist að við að koma börnunum í háttinn snemma og ganga frá heimilinu svo að þið getið notið kvöldsins. Þið getið til dæmis skipst á að velja mynd og jafnvel skipst á að kaupa smá gotterí með svo að þetta verði svolítið skemmtilegt. Tásukúr undir teppi er sko sannarlega ávísun á gott stefnumót.

Stefnumót í baðinu
Það er fátt rómantískara en heitt bað stútfullt af froðu og fullt herbergi af kertaljósum. Skellið ykkur saman í dekurbað, skálið jafnvel í einu vínglasi og látið eins og þið séuð á fínasta hóteli. Nuddið herðar hvort annars og njótið þess að láta streituna líða úr ykkur.

Skógarferð á stofugólfinu
Skellið stóru teppi á gólfið, raðið ostum, áleggi, sultum, brauði, ólívum og öðru sem hugurinn girnist á fallegan bakka. Raðið nokkrum púðum á teppið og komið ykkur vel fyrir eins og þið séuð í dásamlegri skógarferð. Spjallið, lesið eða hlustið á fallega tónlist á meðan þið einfaldlega njótið þess að vera saman.

Mikilvægt er að huga að nándinni.
Mikilvægt er að huga að nándinni. Ljósmynd/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál