Þetta er það eina sem skiptir máli

Kynlífsfræðingurinn Nicole Prause segir að fólk geti ekki átt frábært …
Kynlífsfræðingurinn Nicole Prause segir að fólk geti ekki átt frábært kynlíf ef fólk þráir hvort sína hlutina í rúminu. mbl.is/ThinkstockPhotos

Eins og kynlíf getur verið frábært er fátt sem veldur meiri streitu og jafnvel ótta en að kunna ekki til verka á þessum vettvangi. Ótti við eigin frammistöðu getur heltekið fólk. Vegna þessa eyða margir miklum tíma í að lesa endalaus ráð um hvernig maður skuli bera sig að til að bæta frammistöðu á þessu sviði.

Listar og ráðleggingar streyma um netið og fólk hefur almennt mikinn áhuga á málefninu. Samkvæmt kynlífsfræðingnum Nicole Prause er þó bara eitt sem skiptir máli og það er að finna rétta makann. Samkvæmt henni er enginn góður eða lélegur í kynlífi heldur verða makar að hafa sömu þarfir og hvatir á þessu sviði.

Í viðtali sem tekið er við Prause í Science of Us nefnir hún sem dæmi að sé maki áhugasamur um saurhneigð gæti Prause ekki orðið góð í kynlífi með viðkomandi enda ekki á hennar áhugasviði! Hún segir að makar eigi að ræða málin um hverju báðir aðilar hafa áhuga á og ef þau ná ekki saman um helstu áherslur í þessu geti maður einfaldlega gleymt því að kynlífið verði gott.

Sem sagt ef maki þinn vill eitthvað annað í kynlífi en þú munuð þið aldrei upplifa gott kynlíf, alveg sama hve mikið er æft, sama hve farið er að mörgum ráðum sérfræðinga og svo framvegis. Þá vitum við það. Æfingin skapar sem sagt ekki meistarann í þessu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál