Kennir konunni um stinningarvandann

Ljósmynd / Getty Images

„Ég hef verið með maka mínum í 20 ár og ég er með ákaflega lítið sjálfstraust. Ég var ekki sérlega grönn þegar við kynntumst og notaði föt í stærð 16-18. Maki minn fór síðan að eiga í vandræðum með stinningu,“ segir í bréfi konu sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian.

„Við rifumst harkalega og undir það síðasta sagði hann mér að þetta væri mér að kenna þar sem ég væri í svo mikilli yfirþyngd. Ég var miður mín. Nú hef ég þó grennst töluvert og líður frábærlega. Vandamálið er þó enn til staðar.“

Ráðgjafinn var að sjálfsögðu með ráð undir rifi hverju og svaraði um hæl:

„Vandamál við holdris hafa áhrif á báða aðilana í sambandinu, en karlmenn bregðast við vandanum á jafnmismunandi hátt og þeir eru margir. Sumir eiga svo erfitt með að sætta sig við vandann, og leita sér aðstoðar, að þeir sannfæra sig um að vandamálið sé öðrum að kenna. Hugsanlegt er að maki þinn hafi einblínt á holdafar þitt til þess að réttlæta vandann, þegar hann ætti í raun að reyna að komast að ástæðunni fyrir því að honum rís ekki hold. Ástæðan gæti verið alvarleg, líkamleg veikindi.“

„Sumir missa áhuga á kynlífi þegar maki þeirra bætir á sig, en hversu aðlaðandi einstaklingur er fer líka eftir því hversu mikið sjálfstraust hann hefur. Þú segir að þér líði frábærlega, en það fær mig til að hugsa um hvort þér hafi ekki liðið vel þegar þú varst þyngri. Ef okkur sjálfum finnst við vera aðlaðandi, finnst öðrum það líka.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál