Ekki allir sjá eftir framhjáhaldinu

Ljósmynd / Getty Images

Flestir ímynda sér að framhjáhaldi fylgi gríðarleg sektarkennd, en samkvæmt frétt Women‘s Health er það ekki alltaf svo.

Vefurinn tók viðtal við nokkrar konur sem höfðu stundað bólfarir utan hjónabands, og skömmuðust sín hreint ekkert fyrir það. Sumar halda því jafnframt fram að það hafi beinlínis verið til góðs.

„Ég sé ekki eftir því að hafa haldið fram hjá vegna þess að ég elskaði ekki manninn sem ég sængaði hjá. Ég svaf hjá manni sem ég hitti á skemmtistað þegar ég var að fagna afmæli vinkonu minnar. Í mínum augum er þetta ekkert stórmál vegna þess að það voru engin tilfinningaleg tengsl. Þetta var bara kynlíf. Ef ég hefði elskað hann hefði ég ekki einungis verið að halda fram hjá með líkama mínum. Ég hef verið gift í fjögur ár og elska eiginmann minn. Ég hef ekki í hyggju að segja honum frá þessu þar sem ég vil ekki eyðileggja samband okkar vegna manneskju sem skiptir mig engu máli,“ segir hin 31 árs Raquel.

Fleiri reynslusögur má lesa hér.

Ljósmynd /ThinkstockPhotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál