Kærastinn æsist upp við aðra karlmenn

mbl.is/Thinkstockphotos

Kæra E. Jean. Ég er aðstoðarforstjóri í stóru fyrirtæki. Eftir að ég skildi, í vinsemd, hitti ég frábæran mann. Hann er æðislegur með krakkana mína tvo og þau elska hann. Það var ekki auðvelt að samræma líf okkar, hann á í fjárhagslegum erfiðleikum og er ekki mjög ábyrgur, en það hefur nokkurn veginn tekist. Svona hefst lýsing konu í klípu sem leitar til ráðgjafa Elle vegna vandamála sinna.  

Það er hins vegar eitt vandamál. Hann æsist upp við það þegar ég stunda kynlíf með öðrum mönnum. Honum finnst gott að horfa á okkur og koma svo inn í leikinn. Hann vill stunda afbrigðilegt kynlíf. Hann vill hafa völdin og stundum hafa annan mann með. Hann er ekki hrifinn af því að fá aðra konu með nema hún sé mjög dónaleg og tilbúin að gera hluti sem ég get ekki skrifað hér.

Þegar við hittumst fyrst var ég að koma úr níu ára löngu hjónabandi sem gerði það að verkum að ég var mjög forvitin í kynlífinu. Ég varaði hann hins vegar við að þetta tímabil mundi ekki vara lengi, og ég hafði rétt fyrir mér. Núna er kynlífið ömurlegt. Mér líður ótrúlega óaðlaðandi. Hann þarf að taka alls konar töflur til þess að fá standpínu, sem hjálpar sjálfsörygginu alls ekki. Hann vinnur líka einn og á í rauninni enga vini. Svo grunar mig að hann sæki í spennu annars staðar frá. 

Ég elska manninn! Hann er besti vinur minn. Ég get ekki ímyndað mér lífið án hans. En ég þarf að finna nándina og finnast ég aðlaðandi. Ég get ekki rætt þetta við vini mína né sálfræðinginn minn.

Ráðgjafinn er óhræddur við að segja henni hvað honum finnst: Þú ert í skemmtilegum aðstæðum. Þú æsist ekki upp nema það sé maður í rúminu hjá þér og kærastinn þinn ekki heldur. Svo þetta er ekki að ganga sérstaklega vel. Hm? Ég geri ráð fyrir að hann sé að fá lánaðan pening hjá þér? En frábært fyrir börnin þín að vera í kringum pillugleypandi, óábyrgan, fjármálafávita sem á enga vini. Hann er ekki að gera sig. Hann er grunsamlegur. Losaðu þig við hann.

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál