Vann með framhjáhaldi eiginmannsins

Konan er reitð og bitur eftir framhjáhaldið.
Konan er reitð og bitur eftir framhjáhaldið. mbl.is/Thinkstockphotos

Kæra E. Jean. Maðurinn minn átti í ástarsambandi við konu sem vann með mér. Konan er þekkt fyrir að falla fyrir giftum mönnum og ég gerði þau mistök að bjóða henni í mat. Til þess að gera langa sögu stutta, þá reyndi hún við manninn minn og það tókst vel. Ástarsambandinu er nú lokið og við erum að vinna í okkar sambandi. En í þrjá mánuði þurfti ég að vinna með konunni sem svaf hjá manninum mínum. Þetta var sásaukafullt og niðurlægjandi tímabil af því að flestir vinnufélagar mínir vissu af framhjáhaldinu (reyndar vissu þeir það flestir á undan mér). Konan hefur nú verið flutt um deild en ég finn að ég er reið og bitur út í samstarfsfélaga mína sem voru vinir hennar. Er það í lagi að ég vilji ekki vera vinkona þessa fólks? Spyr kona sem hefur lent illa í því. 

Ráðgjafi Elle svarar ákveðið. Ég skil að þú sért sár, en samstarfsfélagar þínir eru svo uppteknir af eigin hjónabandsvandræðum og starfsframa að þeir eru löngu búnir að gleyma henni. Ekki láta þá muna eftir henni með því að vera reið og bitur. Þú þarft ekki að vera vinkona þeirra en þú þarft að vera fagmannleg.

Og það að vinna í sambandinu með manninum þínum. Nei! Nei! Engin vinna! Maður á að njóta þess að vera í hjónabandi. Gleði á eftir koma sambandinu í lag.

Konan þurfti að vinna með konunni sem svaf hjá eiginmanni …
Konan þurfti að vinna með konunni sem svaf hjá eiginmanni hennar. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál