Er sjálfsfróunin sökudólgurinn?

Ekki eiga allir auðvelt með að fá sáðlát í samförum.
Ekki eiga allir auðvelt með að fá sáðlát í samförum. Getty Images

„Ég elska konuna mína, og elska að stunda kynlíf með henni, en ég get bara ekki fengið fullnægingu. Þegar ég stunda sjálfsfróun get ég þó auðveldlega fengið sáðlát. Ég held að ég sé ekki að fara of harkalega að, en ég gæti kannski verið að fróa mér of oft,“ segir í bréfi manns sem leitaði á náðir kynlífs- og sambandsráðgjafa The Guardian, Pamelu Stephenson-Connelly.

„Ég hef ekki rætt þetta við hana. Myndi það hjálpa til ef ég sleppti sjálfsfróun í nokkurn tíma og reyndi síðan við kynlífið?“

„Viðhorf þitt til tilraunastarfsemi er gott, þar sem þú þarft að finna leið til að brúa bilið á milli kynlífs í einrúmi og kynlífs með maka þínum,“ segir Stephenson-Connolly.

„Prufaðu að innlima sjálfsfróun í kynlífið með kærustunni þinni. Prufaðu að fróa þér í návist hennar (helst eftir að hafa fullnægt henni). Reyndu að deila með henni hvað þér finnst gott í kynlífi og lærðu einnig hvað henni finnst gott. Sumir menn eiga í sálrænum vanda með að fá sáðlát inn í leggöng kvenna, en vinna má á þeim vanda með sálfræðilegum leiðum.“

Er mögulegt að gamna sér of oft í einrúmi?
Er mögulegt að gamna sér of oft í einrúmi? Getty Images
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál