Hvað þýða blautu draumarnir?

Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega.
Blauta drauma ber ekki að taka bókstaflega. Thinkstock / Getty Images

Þótt þú sofir þýðir það ekki að kynhvötin sofi. Margir vakna upp við blauta drauma en það ætti ekki endilega að taka þá bókstaflega. Lauri Loewenberg, draumasérfræðingur og rithöfundur, mælir með því við ástralska Women’s Health að fólk skrifi niður drauma sína í dagbók. Eftir ákveðinn tíma getur fólk skoðað draumana og séð hvort það leynist einhver rauður þráður í gegnum þá sem undirmeðvitundin er að reyna koma þér í skilning um.

Hér eru sjö algengir kynferðislegir draumar og hvað má ráða úr þeim.

Kynlíf með kunningja

Þetta þýðir ekki að þú viljir halda fram hjá maka þínum með manninum í næsta húsi. Þetta þýðir einfaldlega að þú dáist að þessari manneskju. Loewenberg segir að stunda kynlíf með einhverjum í draumi gæti einfaldlega þýtt að þú viljir fá það sem hinn aðilinn á eða hefur.  

Kynlíf með yfirmanni þínum

Þetta þýðir vissulega að þú viljir komast nær yfirmanni þínum en ekki endilega á kynferðislegan hátt. Það getur til dæmis táknað að það sé mikil hugmyndafræðileg fjarlægð á milli þíns og yfirmannsins og þú viljir bæta úr því.

Reynir að finna afvikinn stað með maka þínum

Þetta getur þýtt að þú ert ekki í nógu góðu sambandi við maka þinn dags daglega. Hér gæti þurft að skipuleggja stefnumótakvöld til þess að tengjast hvort öðru í rólegheitunum.

Kynlíf á almannafæri

Athugasemd um maka þinn frá vini eða fjölskyldu getur leitt til þess að þig dreymi óþægilegan draum. Að vera berskjaldaður fyrir framan aðra getur tengst þeim tilfinningum sem vakna upp hjá þér þegar aðrir gera athugasemdir við ástarlíf þitt.

mbl.is/Thinkstockphotos

Flug

Flug í draumi tengist fullnægingu. Draumur um flug getur tengst pirringi á hvernig kynlíf þú stundar.

Kynlíf með stjörnu

Þrátt fyrir að þig dreymi kynlíf með George Clooney er draumurinn ekki endilega um Clooney sjálfan. Draumurinn gæti í raun þýtt að þú þurfir að fá að vera stjarnan í þínu eigin lífi.

Draumur um fyrrverandi

Þetta gerist alltaf öðru hverju en það þýðir ekki endilega að þú sért enn þá ástfangin af fyrrverandi maka. Þetta gæti verið eitthvað í umhverfinu sem minnir þig á hann, hann á afmæli bráðum, þú sást tíst frá honum á Twitter. Ef þig dreymir hann hins vegar oft eða draumarnir koma af því þú ert alltaf að skoða hann á netinu þá gæti eitthvað verið að núverandi sambandi þínu.

mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is

Ertu föst á rauðu ljósi?

17:47 „Ég hentist út úr dyrunum, í dag, orðin allt of sein, átti vera með fyrirlestur eftir tíu mínútur. Ég setti bensíngjöfina í botn og fór á öðru dekkinu af stað. Af því að ég var svo stressuð þá gleymdi ég mér og fór í vitlausa átt og þurfti að fara í gegnum miðbæinn. Meira »

Sjáið skreytingarnar í brúðkaupinu

14:47 María Másdóttir, eigandi Blómahönnunar, sá um skreytingar fyrir brúðkaup Kristbjargar Jónasdóttur og Aron Einars Gunnarssonar sem haldið var á Korpúlfsstöðum seinustu helgi. Meira »

Reykjavík skartaði sínu fegursta í boðinu

13:00 Reykjavík skartaði sínu fegursta þegar bókin Reykjavík -then & now kom út. Slegið var upp teiti við Þingholtsstræti í Reykjavík þar sem boðið var upp á girnilegar veitingar og góða stemningu. Meira »

Selja 125 milljóna verðlaunahús

10:01 Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir hafa sett 125 milljóna einbýli sitt við Fáfnisnes á sölu. Húsið var valið fallegasta hús landsins 1973. Meira »

Guðrún, Linda og Karen í stemningu

09:00 Guðrún Bergmann, Linda Baldvinsdóttir og Karen Kjerúlf létu sig ekki vanta þegar Reykjavík Foods kynnti hægeldaðan lax.   Meira »

Íris í Vera Design selur glæsiíbúð

06:00 Íris Björk Tanyja Jónsdóttir hefur sett glæsilega íbúð sína við Strandveg í Garðabæ á sölu. Íris rekur fyrirtækið Vera Design sem framleiðir fallega skartgripi, meðal annars hring með æðruleysisbæninni. Meira »

Michelle Obama fer í vinkvennaæfingabúðir

Í gær, 20:24 Michelle Obama greindi frá því nýlega að hún héldi reglulega æfingabúðir fyrir vinkonur sínar. Þá hittast þær og stunda líkamsrækt saman. Ekki svo vitlaus hugmynd það. Meira »

Svona fara þær að því að fá það

Í gær, 23:59 „Það tók mig langan tíma, og nokkuð marga bólfélaga, til að átta mig á því að ég get fengið fullnægingu með því að liggja á maganum og lyfta mjöðmunum (annaðhvort með eða án púða).“ Meira »

Frábært að vera miðaldra

í gær Eftir fimmtugt hefur fólk gjarnan aukinn „frjálsan“ tíma, þ.e. ekki lengur bundið við að sinna ungum börnum og stóru heimilishaldi. Nú geturðu skipulagt tímann þinn til uppbyggilegra athafna með þig í aðalhlutverki, s.s. farið á æfingu nokkrum sinnum í viku, notið þess að fara í nuddmeðferð, stundað útivist og annað sem gerir líf þitt enn betra og skemmtilegra. Meira »

Á fimm stjörnu lúxushóteli á Maldíveyjum

í gær Aron Einar Gunnarsson landsliðsfyrirliði og Kristbjörg Jónasdóttir fitnessdrottning eyða nú hveitibrauðsdögunum á lúxushóteli á Maldíveyjum. Hótelið sem þau dvelja á er hið glæsilegasta enda Maldíveyjar ekki þekktar fyrir annað en lúxus og náttúrufegurð. Meira »

Í Alexander McQueen 17. júní

í gær Katrín hertogaynja dressaði sig upp í bleikan Alexander McQueen kjól 17. júní. Tilefnið var þó annað en að fagna sjálfstæði Íslendinga. Meira »

Aron Einar í sérsaumuðum smóking

í gær Aron Einar Gunnarsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í knattspyrnu, kvæntist Kristbjörgu Jónasdóttur, fitness-drottningu, á laugardaginn. Hann var í sérsaumuðum fötum. Meira »

Yfirhönnuður Geysis selur íbúðina

í gær Erna Einarsdóttir, yfirhönnuður hjá Geysi, hefur sett glæsilega íbúð sína á sölu. Erna hefur næmt auga fyrir því hvernig best er að raða saman hlutum og eins og sést á myndunum hefur það heppnast vel. Meira »

Lífið hefur sjaldan verið eins gott

í fyrradag Ágústa Eva Erlendsdóttir er komin fimm mánuði á leið. Hún segir að líf hennar hafi sjaldan verið betra en hún á í ástarsambandi við Aron Pálmarsson. Meira »

Passaði upp á að brúðurin væri „gordjöss“

20.6. Kristbjörg Jónasdóttir fitness-drottning var förðuð af Sigurlaugu Dröfn Bjarnadóttur á brúðkaupsdaginn sinn.   Meira »

Heimilislíf: Sölvi býr vel á Seltjarnarnesi

20.6. Sölvi Snær Magnússon markaðs-og þróunarstjóri Ellingsen býr vel ásamt fjölskyldu sinni. Hann safnar fallegum hlutum þótt hann sé ekki upptekinn af því að þurfa alltaf að eiga allt. Sölvi Snær segir að það taki mörg ár að búa til fallegt heimili. Meira »

Löðrandi sveittar og eiga 27 börn samtals

í gær Ólöf Daðey Pétursdóttir tilheyrir hópnum Löðrandi sveittar mæður sem ætlar að hjóla hringinn í kringum landið til styrktar björgunarsveitunum í WOW Cyclothon. Meira »

Kolfinna Von og Björn Ingi fluttu kveðju frá Lars Lagerback

í fyrradag Kolfinna Von Arnardóttir og eiginmaður hennar, Björn Ingi Hrafnsson fjölmiðlamaður, fluttu myndbandskveðju frá þjóðhetjunni Lars Lagerback í brúðkaupsveislu Arons Einars Gunnarssonar landsliðsfyrirliða og Kristbjargar Jónasdóttur fitnessdrottningu á Þjóðhátíðardaginn. Meira »

Birgitta og Hinrik eru nýtt par

20.6. Birgitta Líf Björnsdóttir og Hinrik Ingi Óskarsson eru nýtt par. Parið birti mynd af sér saman á Instagram um helgina þar sem þau voru stödd á Secret Solstice-tónlistarhátíðinni. Meira »

Ekki bara sólin sem fer illa með húðina

20.6. Eins mikið og við elskum að liggja úti í sólbaði á sumrin vitum við að sólin getur haft slæm áhrif á húðina. Það er þó fleira en sólin sem hefur slæm áhrif á okkur á sumrin. Meira »