38 ára og vill ekki fjölga mannkyninu

Ekki þrá allar konur að verða mæður.
Ekki þrá allar konur að verða mæður. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er gift 38 ára kona sem langar ekki í börn. Eiginmaður minn, foreldrar og nánir vinir hafa alltaf stutt ákvörðun mína. Ég er náin litlu frændsystkinum mínum og ber mikla virðingu fyrir foreldrum. Mig langar bara ekki að verða slíkt,“ segir í bréfi sem ráðgjafa tímaritsins Elle barst.

„Allir virðast þó vera að þrýsta á mig að eiga börn. Meira að segja fólk sem ég þekki ekki það vel, vinir vina og leigubílstjórar. Getur þú hjálpað mér að finna kurteislega afsökun til að þagga niður í fólki án þess að líta út eins og einhver sem hatar börn?“

„Þegar fólk spyr þig hvers vegna þú eigir ekki börn enn þá skaltu brosa, opna faðminn og hrópa upp yfir þig: Er ég ekki nóg?“ svaraði ráðgjafinn um hæl.

„Síðan skaltu halda áfram að brosa, því þú munt aldrei hætta að fá þessa spurningu. Þegar þú verður fimmtug mun fólk spyrja þig hvort þú sért að hugleiða ættleiðingu, þegar þú verður sextug verður þú spurð hvers vegna þú hafir aldrei átt börn, þegar þú verður sjötug verður þú spurð hvort þú sjáir ekki eftir því að hafa ekki átt börn, þegar þú verður áttræð verður þú spurð hvort þú vildir ekki að þú ættir börn til að hjálpa þér með heimilið og þegar þú verður níræð verður þú spurð hver muni þá vitja þín á dánarbeði. Þegar þú svo loks deyrð með friðsamlegum hætti 103 ára mun minningargreinahöfundur The New Yorker spyrja frænku þína hvers vegna þú hafir ekki átt börn.“

Móðurhlutverkið er ekki allra.
Móðurhlutverkið er ekki allra. Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál