Sálfræðingurinn nýtti sér stöðu sína

Sálfræðingurinn misnotaði aðstöðu sína svo um munar.
Sálfræðingurinn misnotaði aðstöðu sína svo um munar. Ljósmynd / Getty Images

„Kæra E. Jean, ég er 19 ára nemi, sem er ástfanginn af 39 ára gömlum manni. Ég vildi að það væri eina hindrunin, en hann er einnig vinur móður minnar, giftur og sálfræðingurinn minn. Hann sagði að hann elskaði mig, og ég missti meydóminn með honum. Núna hefur konan hans komist að öllu og hótar því að skilja við hann og taka krakkana,“ segir í bréfi sem ráðvillt stúlka sendi ráðgjafa tímaritsins ELLE.

„Hann er búinn að loka á öll samskipti við mig. Ég er döpur og hreinlega ofurliði borin. Það sem verra er, er að ég hef engan að tala við. Samband okkar var augljóslega leyndarmál, svo nú bið ég þig um ráð. Á ég að halda áfram með líf mitt, eða ætti ég að bíða eftir þessum manni?“

Ráðgjafinn er með kjaftinn á réttum stað og vissi upp á hár hvernig skyldi ráðleggja stúlkunni.

„Ég vil ekki hræða þig, en þetta skrímsli braut af sér, verandi sálfræðingurinn þinn. Að halda þessu leyndu mun einungis valda þér frekari hjartasorg. Þú varst viðkvæm og treystir honum, en endirinn á bréfinu þínu sýnir hversu miklum skaða hann hefur valdið þér. Ég ráðlegg þér að hefja meðferð hjá kvenkyns sálfræðingi. Ég veit að þú elskar hann og munt ekki tilkynna hann. Viltu samt vera svo væn að segja nýja sálfræðingnum þínum hver hann er. Síðan getur þú einbeitt þér að því að vinna úr því sem henti þig.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál