Hvorugur eiginmaðurinn vissi

Konan gerði sér upp fullnægingu með báðum eiginmönnum sínum.
Konan gerði sér upp fullnægingu með báðum eiginmönnum sínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Öll eigum við okkur leyndarmál en það spurning hvers konar upplýsingum við eigum að halda leyndum fyrir maka okkar. Kona sem hafði verið gift tvisvar sagði Womens's Health frá því að hún hélt því leyndu fyrir fyrrverandi eiginmönnum sínum að hún gæti ekki fengið fullnægingu. 

Ég held að stærsta leyndamálið sem ég hef haldið leyndu fyrir eiginmönnum mínum (ég hef verið gift tvisvar) er það að ég hef aldrei getað fengið fullnægingu í samförum. Fyrri eiginmaður minn reyndi mikið að gera samfarirnar fullnægjandi fyrir mig. Til að byrja með var ég hreinskilin með vangetu mína til að fá fullnægingu. Hann reyndi mjög mikið að hjálpa mér. Ég varð þreytt á því að reyna. Það var eins og honum fyndist að ef hann héldi áfram mundi ég á endanum fá fullnægingu. Ég varð aum, síðan þreytt, síðan bara ekki áhugasöm um fullnægingu.

Ég gerði mér upp fullnægingu í hvert skipti svo að honum liði eins og hann hafði gert sína vinnu. Ef ég hefði ekki gert það væri hann örugglega enn ofan á mér. Ég vildi ekki að hann héldi áfram að reyna af því að ég vissi að það væri ekki að fara gera neitt gagn. Að láta hann vita hefði bara skaðað slæmt sjálfsálit hans. Ég held að margar konur séu í minni stöðu. Eiginmenn mínir reyndu að örva snípinn og fyrri eiginmaður minn gat látið mig fá fullnægingu með handavinnu. Sá seinni gat það ekki. Mér var alveg sama. Ég fullnægði sjálfri mér í einrúmi. 

Allir eiga sín leyndarmál.
Allir eiga sín leyndarmál. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál