Hvernig er að þéna minna en kona sín?

Hvernig ætli körlum líði sem þéna minna en konur þeirra?
Hvernig ætli körlum líði sem þéna minna en konur þeirra? mbl.is/thinkstockphotos

Hvernig ætli það sé að vera í sambandi þegar konan er með hærri laun en karlinn? Ætli það skapi spennu í sambandinu að lifa við andstæðu úreltu staðalímyndina um að karlinn verði að sjá um konu sína sem við þekkjum öll svo vel?

Til að komast að því hvernig körlum sem þéna minna en konur þeirra líður í sambandinu spurði tímaritið Women‘s Health karla í þeirri stöðu nokkurra spurninga.

„Mér finnst það ekkert mál“

„Konan mín þénar miklu meira en ég og mér finnst það ekkert mál. Við erum bæði lögfræðingar en hennar menntun gerir henni kleift að vinna í málum sem gefa meiri pening. Hún gerir aldrei lítið úr mér þannig að það er ekki eins og þetta sé vandamál fyrir okkur. Ég þéna alveg nóg til að halda sjálfum mér uppi svo það er ekki eins og ég lifi af hennar peningum.“

„Það fer stundum í taugarnar á mér“

„Ég ætla ekki að ljúga, það fer stundum í taugarnar á mér að unnusta mín þéni meira en ég. Ég veit að mér á ekkert að líða þannig en ég get ekkert gert að því. Ég hef bara alltaf haldið það að maðurinn eigi að þéna meira en konan, ég kem bara frá þannig fjölskyldu. Ég veit ég er gamaldags en ég hugsa um þetta oft. Ég vil samt hafa það alveg á hreinu að unnusta mín er frábær og á skilið að fá meira borgað en hún fær. Ég veit að það eru menn í sömu stöðum og hún sem fá meira borgað og það er fáránlegt.“

„Það verður kannski vandamál ef við flytjum inn saman“

„Kærasta mín þénar mun meira en ég. Hún er sálfræðingur og ég er að reyna verða leikari. Ég hef aldrei beint hugsað út í mismun launa okkar fyrr en nú. Ég held að þetta sé ekkert það mikið mál því við myndum bæði vera að vinna við það sem við erum að vinna við þótt við værum ekki saman. Ef við flytjum inn saman þá gæti þetta orðið vandamál. Hún er vanari því að eiga fallegri íbúðir en ég, ég ætti ekki efni á að borga helminginn í þannig íbúð.“

„Ég ætla að vera heimavinnandi pabbi“

„Ég og konan mín hlæjum oft að þessu. Launamunur kynjanna er alvarlegt mál en okkur finnst gaman að grínast með það að hún þénar miklu meira en ég og mig langar ekkert að breyta því. Hún er rosa metnaðarfull og dugleg í vinnunni og ég vinn bara af því ég þarf að vinna. Þegar við eignumst börn ætla ég að vera heimavinnandi pabbi.“

„Pirrar mig bara þegar félagarnir stríða mér“

„Ég og konan mín vinnum í sama fyrirtæki. Hún þénar ekki bara meira en, hún er líka í hærri stöðu í fyrirtækinu. Einu skiptin sem þetta pirrar mig er þegar vinnufélagar mínir gera grín að mér fyrir þetta. Mér finnst ekkert mál að þéna minna en hún en mér finnst leiðinlegt að fólk viti af því. Fyrir mér eru laun persónuleg.“

„Hún á að fá betur borgað“

„Sko ég er helsti aðdáandi konu minnar. Mér finnst frábært að hún þéni meir en ég, ég veit hún á það skilið. Mér er alveg sama um kyn, ef þú ert duglegur og góður í vinnunni þinni þá áttu rétt á að fá góð laun. Ég er miklu reiðari yfir því að það eru karlar sem gera það sama og hún og fá miklu meira borgað.“

„Hef engin völd í sambandinu“

„Konan mín er læknir og þénar miklu meira en ég. Oftast er það ekkert mál en stundum finnst mér ég ekki hafa nein völd þegar við ákveðum hvað við gerum við peningana okkar. Hún myndi segja að við værum jöfn og ég er ekki að kenna henni um þetta. Mér finnst bara að við ættum alltaf að gera það sem hún vill því þetta eru mest allt hennar peningar. Það getur verið erfitt stundum. En ég fór náttúrulega ekki í gegnum fáránlega langt doktorsnám eins og hún.“

Flestir karlar segja að þeim finnist ekkert mál þegar konur …
Flestir karlar segja að þeim finnist ekkert mál þegar konur þeirra þéna meir en þeir. mbl.is/thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál