Svona geta hvolpar lagað hjónabandið

Ef öll ástríða er horfin úr sambandinu geturðu prófað að …
Ef öll ástríða er horfin úr sambandinu geturðu prófað að skoða myndir af hvolpum og kanínum. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörg hjón þekkja það vandamál að halda ástríðu sambandsins á lofti eftir margra ára hjónaband. Sem betur fer hafa vísindamenn fundið leið sem hjálpar að koma neistum sambandsins aftur á flug – með myndum af hvolpum og kanínum.

Rannsóknina gerði teymi sálfræðinga úr Florida State-háskóla þar sem þeir vildu komast að því hvort að hægt væri að auka ánægju í hjónabandi með því að breyta því hvernig fólk hugsar um maka sína.  

144 hjón undir 40 ára aldri tóku þátt í rannsókninni. Þau höfðu öll verið gift í minna en fimm ár og meðalaldur var 28 ára. Þegar þau tóku fyrst þátt mældu rannsóknarmennirnir hversu hamingjusöm þau voru í hjónabandinu.

Að skoða myndir af hundum með myndum af maka þínum …
Að skoða myndir af hundum með myndum af maka þínum getur hjálpað þér að fá meiri ástríðu í sambandið mbl.is/RAX

Hjónunum var skipt upp í tvo hópa, þar sem annar hópurinn sá myndir af maka sínum með jákvæðum orðum og myndum (hvolpar og kanínur) en hinn sá myndir af maka sínum með hlutlausum orðum og myndum. Þetta þurfti hver hópur að gera þrisvar í viku í sex vikur.

Niðurstaða rannsóknarinnar var sú að hópurinn sem sá aðeins jákvæðar myndir sagðist vera hamingjusamari í hjónabandi sínu en hann var fyrst. Ekkert breyttist hjá þeim sem sáu hlutlausar myndir.

Þessar niðurstöður gefa til kynna að við þurfum aðeins að tengja maka okkar við jákvæða hluti, eins og hvolpa og kanínur, og þá horfum við á þá með jákvæðari augum og neistarnir fara aftur á flug.

Hvolpar geta lagað ýmislegt.
Hvolpar geta lagað ýmislegt. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál