Blæddi í blómasófann á fyrsta stefnumóti

Stefnumótið byrjaði prýðilega, en hlaut fremur snubbóttan endi.
Stefnumótið byrjaði prýðilega, en hlaut fremur snubbóttan endi. Ljósmynd / Getty Images

„Þegar ég var á fyrsta ári í framhaldsskóla fór ég á stefnumót með reglulega sætum strák, en við fórum í tennis. Þegar við vorum búin að spila fórum við heim til hans, þar sem mamma hans útbjó snarl fyrir okkur. Við skemmtum okkur konunglega, þegar ég fann skyndilega að nærfötin mín voru gegnsósa, og sófinn þeirra líka,“ segir hin fertuga Katy, þegar hún er beðin um að rifja upp vandræðalega sögu af blæðingum.

„Ég stóð vandræðalega upp og teygði mig svo ég gæti litið blettinn augum. Þá kom í ljós að ég hafði skilið eftir mig stærðarinnar flekk á blómamynstruðum sófanum. Síðan ákvað ég að sitja á hækjum mínum á gólfinu, og útskýrði það sem svo að ég væri gjörsamlega úrvinda og þyrfti að drífa mig heim... eins og skot. Ég var svo vandræðaleg að ég hætti að tala við strákinn eftir þetta. Enn þann dag í dag þegar ég rekst á móður hans horfi ég á augun í henni, og reyni að sjá hvort hún átti sig á því hversu mikið ég sóðaði sófann hennar út hér forðum daga.“

Ljósmynd / Getty Images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál