Líklegra til að halda framhjá á sextugsaldri

Fólk yfir fimmtugt er líklegast til að halda framhjá.
Fólk yfir fimmtugt er líklegast til að halda framhjá. Getty Images/iStockphoto

Við höfum örugglega flest einhvers konar staðalímynd í huganum af manneskju sem heldur framhjá. Hjá mörgum er það ímynd  af ungri og myndarlegri manneskju sem er líkleg til að svíkja maka sinn og stunda kynlíf með einhverjum öðrum. Hins vegar sýnir ný rannsókn fram á að það er fólk yfir fimmtugt sem er líklegast til þess að halda framhjá.

Stofnun fjölskyldurannsókna (e. Institute for Family studies) stýrði rannsókninni og notaði gögn sem hefur verið safnað á hverju ári síðan 1972 um gildi og hætti Bandaríkjamanna.

Niðurstöður rannsóknarinnar komu á óvart þar sem 20 prósent af giftu fólki yfir 55 sögðust hafa haldið framhjá á móti 14 prósentum af fólki undir fimmtugu.

Einnig kom fram að ungt fólk hefði verið líklegra til þess að stunda framhjáhald þar til árið 2000, þegar eldra fólk fór í æ ríkari mæli að stunda kynlíf með öðrum en maka sínum og unga fólkið að verða tryggari makar.

Tölurnar fara ört hækkandi en árið 1991 stunduðu aðeins 10 prósent eldri Bandaríkjamanna framhjáhald.

Góðu fréttirnar eru þær að hjónabönd sýnast vera heilagri fyrir yngri kynslóðina og framtíð hjónabanda þarafleiðandi björt.  

Framtíðin er björt fyrir hjónabönd.
Framtíðin er björt fyrir hjónabönd. Getty images
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál