Heldur fram hjá með fyrrverandi

Konunni líður eins og „hinni konunni“ í sambandinu.
Konunni líður eins og „hinni konunni“ í sambandinu. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem sefur reglulega hjá fyrrverandi eiginmanni sínum sem fór frá henni vegna annarrar konu fyrir sex árum. Hún leitaði ráða hjá Deidre ráðgjafa The Sun en henni líður nú eins og hún sé „hin konan“ í sambandinu. 

Við vorum búin að vera saman í 10 ár og eigum þrjá litla stráka. Hann rekur hreinsanir og ég er heimavinnandi húsmóðir. Ég hélt að allt væri í góðu. Við vorum ekki með peningaáhyggjur og við vorum enn í ástríku sambandi og stunduðum reglulega kynlíf. Reksturinn gekk vel svo að hann réð nýjan starfsmann. Hún er þrítug og var stórskuldug eftir að eiginmaður hennar fór frá henni. 

Maðurinn minn vorkenndi henni og leyfði henni að flytja inn í íbúð fyrir ofan eina af hreinsununum. Hann byrjaði að koma seint heim og sagði að hún þyrfti þjálfun, en hversu erfitt er að taka niður nafn kúnna og setja fötin þeirra í vél? Ég hef gert það oft þegar það var mikið að gera. 

Hann gerði sig að algjörum bjána þegar ég fann varalit á skyrtunni hans. Maður mundi halda að menn myndu fjarlægja sönnunargögnin en þarna var það. Þegar ég talaði við hann viðurkenndi hann að hafa sofið hjá henni. Hann dirfðist að segja að þau væru sálufélagar þó svo að þau væru bara búin að þekkjast í nokkrar vikur. 

Ég sparkaði honum út og hann fór beint til hennar. Hann heimsækir mig núna til þess að sofa hjá mér þegar strákarnir eru í skólanum. Hann vill þó ekki fara frá henni. Ef það er allt í lagi með þessari konu, af hverju vill hann þá enn sofa hjá mér?

Deidre spyr á móti af hverju hún leyfi því að gerast. En hún telur að manninum finnst þetta fyrirkomulag bara vera í lagi. 

Það getur verið að hann njóti sín í núverandi sambandi og stundi fullkomlega fullnægjandi kynlíf en finnst gott að stunda auka kynlíf með. Þú er föst í tilfinningalegum botnlanga þannig gefðu honum úrslitakosti. Annaðhvort kemur hann endanlega heim til þín eða kynlífið hættir á stundinni. 

Ef þið getið ekki endurnýjað samband ykkar að fullu og verið 100 prósent skuldbundin hvort öðru, verður þú að vera frjáls til þess að hitta einhvern annan. Það ætti að skerpa á hugsun hans. En jafnvel þó að ekkert komi út úr því ræður þú ferðinni í stað þess að bíða eftir honum svo hann geti sært þig aftur. Finndu sambandráðgjafa til þess að finna út úr þessu. 

mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál