Samskiptin gera þig meira aðlaðandi

Leikararnir Ryan Reynolds og Blake Lively.
Leikararnir Ryan Reynolds og Blake Lively. AFP

Samkvæmt nýrri rannsókn er fólk sem er gott í mannlegum samskiptum meira aðlaðandi en fólk sem á erfiðara með samskipti.

Rannsóknaraðilar fengu gögn frá rúmlega 5.000 manns þar sem skoðuð var tengingin á milli persónuleika og útlits þeirra, bæði persónulegt mat og mat frá öðrum um útlit þeirra. Þeir fundu að það var jákvæð fylgni í því að vera góður í samskiptum og vera talinn almennt aðlaðandi manneskja. 

„Meðalmanneskjan gæti skilið þessar niðurstöður þannig að það sé jákvæð fylgni á milli þess að hafa góðan persónuleika og að vera aðlaðandi,“ sagði stjórnandi rannsóknarinnar í viðtali. „Til viðbótar þá sýnir þessi rannsókn það að þessi fylgni tengist aðallega genum manna.“

Það er samt mikilvægt að segja frá því að fylgnin á milli góðs persónuleika og fegurðar er frekar lág og rannsóknarmennirnir taka það fram að það gæti verið eitthver annar þáttur sem að hefur áhrif á þessa fylgni.

Umfjöllun Women's Health Magazine um rannsóknina.

David og Victoria Beckham eru bæði fjallmyndarleg.
David og Victoria Beckham eru bæði fjallmyndarleg. AFP
Amal og George Clooney.
Amal og George Clooney. mbl.is/AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál