Aðskildir bankareikningar lykillinn?

Hjón þurfa ekki endilega að deila öllu.
Hjón þurfa ekki endilega að deila öllu. mbl.is/Thinkstockphotos

Það getur verið að lykillinn að hamingjusömu ástarsambandi sé aðskilinn fjárhagur. Þetta kom í ljós í könnun sem MoneyMagpie.com gerði á eyðslu Breta. 

25 prósent aðspurða trúðu því að ef þeir deildu peningum með maka sínum mundi það enda með sambandsslitum eða skilnaði. 

Rúmlega 2.000 manns tóku þátt í könnuninni og fannst stórum hluta þeirra að sameiginlegur fjárhagur mundi auka traust í sambandinu. Hins vegar voru þeir sem voru í sambúð eða giftir ekki jafnsammála en aðeins um 34 prósent þeirra voru tilbúnir til þess að deila laununum sínum.  

„Niðurstaða þessarar rannsóknar bendir til þess að fleira fólk kýs nú en áður að halda fjármálum sínum aðskildum eftir að það giftist eða flytur inn saman,“ sagði Jasmine Birtles, stofnandi Moneymagpie.com. 

Margir af þeim sem voru með sameiginlegan bankareikning fundu fyrir sektarkennd þegar þeir notuðu sameiginlegan pening til einkanota. 

Peningar geta verið vandamál í samböndum.
Peningar geta verið vandamál í samböndum. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál