5 góðar fyrir þær sem vilja ekki vera ofan á

Það er hægt að velja um fleiri stellingar en trúboðastellinguna …
Það er hægt að velja um fleiri stellingar en trúboðastellinguna þegar konan vill ekki vera ofan á. mbl.is/Thinkstockphotos

Mörgum konum finnst ómissandi að vera ofan á í kynlífinu þar sem þær geta haft góða stjórn og auðvelt að örva snípinn. Að vera ofan á er hins vegar ekki fyrir alla. Það eru til margar góðar stellingar þar sem konur er við stjórn en eru ekki ofan á. 

Kynlífsráðgjafinn Jennifer A. Wiessner seigr í vitðali við Prevention að geti verið margar ástæður fyrir því að konur vilja ekki vera ofan á. „Fyrir margar konur er það óþægilegt og meira eins og æfing,“ segir Wiessner. 

Brúin

Þessi er eins og krydduð trúboðastelling. Konan liggur á bakinu með bognar fætur með púða undir mjaðmagrindinni. Wiessner segir að þessi útgáfa gefi báðum kynjum meiri stjórn. Konan getu vafið fótunum um búk manneskjunnar sem er ofan á. 

Á hlið

Annar möguleiki er að liggja á móti hvort öðru. Í þessari er konan með frelsi til þess að hreyfa sig eins og hentar henni auk þess sem er rými fyrir að örva snípinn með hendi. Til þess að komast í stellinguna er gott að byrja í trúboðastellingunni og velta sér síðan yfir á hliðina. 

Hundurinn

Líkt og þegar konan er ofan á finnur konan vel fyrir limnum í þessari stellingu, eitthvað sem mörgum konum finnst unaðslegt. Mælt er með því að konan hreyfi mjaðmirnar í hringlaga hreyfingu til að byrja með. Síðan er mælt með því að leyfa karlinum að halda um mjaðmirnar til þess að þrýsta inn. Að lokum er hægt að nota hendur eða kynlífsleikfang til þess að örva snípinn. 
Skeiðin
Skeiðin er tilvalin fyrir þær sem vilja forðast augnsamband. Þegar konan liggur fyrir framan og maðurinn upp við er auðveldlega hægt að slaka á og einbeita sér að unaðnum. Mælt er með því að snípurinn sé örvaður annað hvort með hendi eða leikfangi. 
Standandi 
Í þessari standandi stöðu hallar konan sér fram og karlmaðurinn er fyrir aftan. Maðurinn getur haldið utan um axlir konunnar, mjaðmir, brjóst eða komið við snípinn. 
Það vilja ekki allar konur vera ofan á.
Það vilja ekki allar konur vera ofan á. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál