Konan mín var að koma út úr skápnum

Kona mannsins var að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og …
Kona mannsins var að viðurkenna það fyrir sjálfri sér og honum að hún væri samkynhneigð. mbl.is/Thinkstockphotos

Eldri maður leitaði til Pamelu Stephenson Connolly, ráðgjafa the Guardian, eftir að eiginkona hans kom út úr skápnum. 

Ég elska konuna mína. Ég er 69 ára og hún er 71 árs. Við höfum stundað lítið kynlíf í hjónabandinu og nú var hún að koma út úr skápnum fyrir sjálfri sér og mér sem lesbía. Ég skil núna að þetta var ekki mér að kenna. Ég var bara vitlaust kyn. Við eigum gott líf, við deilum miklu og munum halda því áfram. Þannig að hvernig „drep“ ég kynhvötina og finn ró?

Stephenson Connolly segir manninum að hann geti ekki „drepið“ kynhvötina sína og hann ætti ekki að reyna það. 

Ég skynja það að þú ert að reyna að taka þessu með jafnaðargeði en aðlögunin verður ekki auðveld. Í rauninni mun það taka þig tíma og vera erfitt. 

Vegna þess að það hefur orðið afgerandi breyting í sambandi ykkar ættir þú að íhuga að tala við hana um kynlífsmöguleika sem myndi mæta þörfum þínum. Það væri alveg sanngjarnt, byrjaðu til dæmis að eiga samræður um mögulegar breytingar til dæmis að styðja hvort annað í að leita að kynlífsfélaga utan hjónabandsins. Þetta gæti virst róttækt en ef ykkur þykir vænt um hvort annað og þið viljið halda áfram að vera gift þá gæti verið skynsamlegt að vera opin fyrir frjálslegu fyrirkomulagi.  

Það eru til margs konar útgáfur af óhefðbundnum samböndum sem virka fullkomlega fyrir ákveðin pör. Ef þú telur að gott kynlíf bæti lífsgæði þín þá myndi það leiða til eymdar ef þú neitar þér því. 

Það er ekki mælt með því að reyna að drepa …
Það er ekki mælt með því að reyna að drepa kynhvötina. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál