Heldur fram hjá með mismunandi mönnum

Konan nýtur þess að halda fram hjá.
Konan nýtur þess að halda fram hjá. mbl.is/Thinkstockphotos

Kona sem er komin með nóg af þeim leiðindapúka sem hún telur eiginmann sinn vera leitaði ráða hjá Deidre, ráðgjafa The Sun. 

Ég stundaði kynlíf með manni sem ég hitti á netinu og það var frábært. Ég veit að ég mun ekki hitta hann aftur en ég veit það verða aðrir í staðinn.

Ég er svo þreytt á eiginmanni mínum en ég hef ekki tíma til að skilja við hann. Við höfum verið gift í 23 ár. Ég er 49 ára og eiginmaður minn 55 ára. Í fimm árum höfum við ekki bara sofið hvort í sínu rúminu heldur höfum við verið með hvort sitt herbergið. Þetta var mitt val, ég er hætt að laðast að honum kynferðislega. Það er engin nánd, bara tveir fullorðnir vinir sem deila heimili. 

Þetta hefur ekki alltaf verið svona. Við nutum ástríðufulls kynlífs á hverjum degi en aldur hans er farinn að segja til sín. Hann er ekki lengur sami maðurinn, sérstaklega ekki í rúminu. Aftur á móti finnst mér ég vera eins og þegar við giftum okkur. Ég horfi á sjálfa mig. Ég hreyfi mig og held mér í formi og ég þarf mikið gaman í líf mitt. 

Ég byrjaði spjalla á netinu bara til þess að hafa eitthvað að gera í mínu kalda einbreiða rúmi. Mér fannst þetta mjög ávanabindandi. Þetta byrjaði sem glettni og spjall. Ég hélt áfram og byrjaði að senda dónaleg skilaboð og byrjaði síðan að hitta menn til að stunda kynlíf með og ég á frábærar stundir. 

Ég efast um að eiginmaður minn hafi farið út af sporinu. Ég er ekki viss um að hann vissi hvað hann ætti að gera við konur þessa dagana. Hann vinnur mikið á skrifstofunni og vinnur í garðinum þess á milli.

Börnin okkar eru ekki lengur á okkar framfæri svo nú sit ég uppi með eiginmann minn sem er leiðinlegasti maður sem ég veit um. Ég geri ráð fyrir að nú ættum við að enda hjónbandið en síðustu ár hafa verið uppfull af fjölskylduviðburðum, giftingum og jarðarförum. Ég hef bara ekki haft tíma til að skilja. Er eitthvað að mér? Mér finnst eins og ég sé ekki gerð til þess að eyða lífinu með bara einu lífi. 

Deidre bendir konunni reyndar á að hún hafi samþykkt að eyða lífinu með einum manni en það sé hins vegar ekki auðvelt að halda lífi í hjónabandinu. 

Það tekur tíma, athygli og ást og ég finn til með eiginmanni þínum. Hann hljómar eins og góður maður en þú hæðist bara að honum. Hvað meinar þú með þitt eigið rúm? Var kynlífið bara búið og komst gremjan að? Það er ekki óvenjulegt í hjónaböndum og það er ekki óalgengt fyrir karlmenn á hans aldri að eiga við vandamál að stríða þegar kemur að því að standa sig í bólinu. Það er til hjálp. 

Hvert sem vandamálið er á milli ykkar, gerðu það, ekki halda svona áfram. Þú getur glatað svo miklu, hugsaðu þig vel um áður en þú kastar hjónbandinu á glæ. Biddu eiginmann þinn um að fara í læknisskoðun. Það gæti verið um læknisfræðilegt vandamál að ræða sem ekki ætti að hundsa. 

Konan þolir ekki eiginmann sinn.
Konan þolir ekki eiginmann sinn. mbl.is/Thinkstockphotos
mbl.is

Stjörnurnar fengu að kaupa úr línunni

18:00 Kirsten Dunst, Kate Bosworth og Zendaya Coleman voru á meðal gesta í gærkvöld þegar ERDEM x H&M línan var kynnt í Los Angeles. Boðið var upp á tískusýningu í Ebell-salnum sem er heimfrægur. Þessi lína verður fáanleg í Smáralind 2. nóvember hérlendis. Meira »

Jakkinn sem Katrín elskar

15:00 Katrín á ekki bara einn tvíhnepptan jakka frá Philosophy di Lorenzo Serafini, hún á tvo. Einn rauðan og einn bláan. Af hverju eða kaupa bara eitt stykki ef maður finnur eitthvað sem maður fílar? Meira »

Frelsaðist frá vigtinni

12:00 Sylvía Ósk Rodriguez er tæplega þrítug gift tveggja barna móðir í Borgarnesi. Í fjórtán ár rokkaði hún upp og niður á vigtinni og var ekki glöð og kát nema vera í kringum 70 kíló. Hún segir að það sé rangt að einblína bara á vigtina og horfa þurfi á hreyfingu og mataræði í heild sinni, ekki bara út frá tölu á vigtinni. Meira »

Svali er byrjaður að undirbúa flutning

09:00 „Ekki hefði ég getað ímyndað mér hvað við eigum mikið af óþarfa dóti. Þetta kemur í ljós þegar maður fer í gegnum skápana. Úlpurnar, peysurnar, útivistarfötin, íþróttafötin, fínu fötin og fleira í þeim dúr. En það er ekki bara það, hvað með bollastellið, glösin, diskana, eldföstu mótin og allt það dót. Þetta þarf allt að fara, þar sem við höfum ekki stað til að geyma allt þetta dót á,“ segir Sigvaldi Kaldalóns. Meira »

Grænmetisætur eru ekki veikari

06:00 Þórdís Ása Dungal er 25 ára einkaþjálfari og hóptímakennari með mastersgráðu í íþrótta- og heilsufræði. Hún hætti að borða kjöt og segir að grænmetisætur geti alveg verið sterkar og stæltar. Það þurfi ekki kjötát til þess. Hún er líka á móti fæðubótarefnum og segir að fæst þeirra virki fyrir hana. Meira »

Limstærðin ekki vandamál

Í gær, 23:30 „Það kom ekki upp neitt vandamál þegar við loksins stunduðum kynlíf. Ég var meira en vel fullnægð. Hann trúir mér ekki og það er að gera hann þunglyndan.“ Meira »

Raunhæft að léttast um hálft kíló á viku

í gær Konráð Valur Gíslason, einkaþjálfari og eigandi Iceland Fitness, er með puttann á púlsinum þegar kemur að líkamsrækt og hreyfingu. Meira »

Beckham póstar mynd af Daníel Darra

Í gær, 20:41 Viktoría Beckham birti mynd af syni Björgólfs Thors Björgólfssonar og Kristínar Ólafsdóttur á Instagram þar sem hann og sonur hennar drekka eplasafa úr vínglösum við sundlaugarbakka. Meira »

Kótelettur í raspi bestar

í gær Inga Sæland formaður Flokks fólksins segist vakna alltof snemma en byrjar þó daginn á svörtu kaffi.  Meira »

Megrunaraðferðir sem rugla í hægðunum

í gær Fólk ætti alla jafna að vilja hafa heilbrigðar hægðir. Sumir megrunarkúrar bjóða upp á ýkt mataræði sem hefur slæm áhrif á hægðirnar. Meira »

Salka Sól talar um eineltið

í gær Söngkonan Salka Sól varð fyrir alvarlegu einelti. Hún segir að þetta hafi haft mikil áhrif á líf hennar  Meira »

Dressið sem fær sólina til þess að fölna

í gær Blake Lively kom fram í sjö mismunandi dressum sama daginn. Það þarf varla að spyrja að því hvort karlkyns leikari hefði gert hið sama. Meira »

Kom út úr skápnum á brúðkaupsdaginn

í fyrradag Það eru ýmsar ástæður fyrir því að fólk skilur konur og menn eftir upp við altarið. Sumir átta sig á göllum tilvonandi maka síns á meðan aðrir skilja sjálfa sig betur. Meira »

Á leigumarkaði frá 2010 og fann lausn

17.10. „Ég var á leigumarkaði frá árinu 2010 og þar til í júní á þessu ári með fimm börn mest allan tímann. Árið 2010 gekk þetta. Leigan var há en ekki fjarstæðukennd. Eftir því sem tíminn leið hækkaði leigan, leigusamningar voru yfirleitt ekki gerðir nema til eins árs í einu og við lentum í ýmsum hremmingum með samninga, húsnæði og leigusala,“ segir segir Ásta. Meira »

Stjörnuspekingur gefur grenningarráð

17.10. Ertu alltaf í átaki og er ekkert að virka? Getur ástæðan verið sú að þú ert ekki að beita réttu aðferðunum. Mismunandi aðferðir henta mismunandi fólki. Meira »

Myndi taka Obama með sér sem leynigest

17.10. Rósa Björk Brynjólfsdóttir þingmaður VG veit fátt betra en að vera með manninum sínum og börnum þegar hún er ekki að vinna. Í viðtali við Smartland segist hún vera ánægð með lífið eins og það er. Meira »

Svona áttu að segja manneskju upp

í fyrradag Já það er til góð leið til þess að segja upp. Þótt að fréttirnar séu slæmar fyrir hinn aðilann þá er hægt að gera slæmt skárra. Meira »

Forðast það sem fitar og skaðar

17.10. „Það er viturlegt að forðast eða útiloka alveg þá gerð sem skaðar, myndar bólgur og fitar okkur því þannig líður okkur einfaldlega betur. Ég tel einnig að þegar við erum í líkamlegu og andlegu jafnvægi þá leiðum við eitthvað gott af okkur sem þjónar okkur öllum.“ Meira »

Mættu í sinu fínasta pússi

17.10. Það var gleði og góð stemning í Bíó Paradís þegar íslenska kvikmyndin Sumarbörn var frumsýnd. Myndin fjallar um systkini sem send eru á vistheimili því foreldrarnir geta ekki hugsað um þau. Meira »

Ekkert kynlíf í 18 mánuði

16.10. „Ég og konan mín höfum ekki stundað kynlíf í 18 mánuði eða síðan eftir að hún átti seinna barn okkar í erfiðri fæðingu þar sem hún þurfti að gangast í gegnum minni háttar aðgerð.“ Meira »